Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Page 252
236
23. gr.
Þær dvalarstofnanir fyrir aldraða, sem starfandi eru við gildistöku þessara
laga, skulu í hvívetna háðar ákvæðum þeirra. Skal stefnt að því að innan
3 ára hafi þær uppfyllt þær kröfur um gerð og búnað, er felast í 17. gr.,
enda hafi Framkvæmdasjóður aldraðra bolmagn til að styrkja framkvæmdir af
þessu tagi.
V. Kafli
Ýmis ákvæði
24. gr.
Vistmenn í þjónustuíbúðum, sbr. 17. gr. 1. tl. A) greiða húsaleigu skv.
ákvörðun rekstraraðila.
Vistmenn í vernduðum þjónustuíbúðum, sbr. 17. gr. 1. tl. B) greiða húsaleigu
og þjónustugjald skv. ákvörðun rekstraraðila.
25. gr.
Daggjaldanefnd, sbr. lög nr. 66 frá 1971 um almannatryggingar, 46. gr.,
ákveður daggjöld dvalarstofnana fyrir aldraða, sbr. 17. gr. 2.-4. tl. Skulu
daggjöld ákveðin í samræmi við starfsemi dvalarstofnunarinnar.
26. gr.
Kostnaður við vistun á dvalarstofnun fyrir aldraða skv. 17. gr. 2.-4. tl.
greiðist af sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins eða með beinum
framlögum úr ríkissjóði.
Skv. umboði vistmanna á dvalarstofnunum fyrir aldraða skv. 17. gr. 2.-4. tl.
innheimtir sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins þó hjá lífeyris-
tryggingadeild sömu stofnunar, lífeyrissjóði vistmanna eða lætur innheimta
hjá vistmanni sjálfum allt að fullu vistgjaldi, sbr. þó 3. mgr., eins og það
er ákveðið á hverjum tíma af daggjaldanefnd. Um dvöl á spítaladeildum, sem
ætlaðar eru til skammtímavistunar, gilda ákvæði laga um almannatryggingar.
Vistmaður á dvalarstofnun skv. 17. gr. 2. tl. skal þó halda eftir til eigin
þarfa 25% tekna sinna og aldrei lægri fjárhæð en kr. 1.950 á mánuði. Vist-
maður á dvalarstofnun skv. 17. gr. 3. og 4. tl. skal halda eftir til eigin
þarfa 15% tekna sinna og aldrei lægri fjárhæð en kr. 1.330 á mánuði.
Við ákvörðun tekna vistmanna gilda ákvæði 19. gr. laga nr. 66 frá 1971 um
almannatryggingar með síðari breytingum.
Fjárhæðir í 3. mgr. skulu breytast eftir sömu reglum og fjárhæðir bóta
almanna trygginga.