Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Page 254
238
LÖG
um vísitölu byggingarkostnaðar
(Nr. 18/1983)
1. gr.
Grundvelli vísitölu byggingarkostnaðar, sem Hagstofa íslands reiknar,
skal breytt til samræmis við endurskoðun, sem farið hefur fram á honum,
sbr. 7. gr. laga nr. 93/1975, um vísitölu byggingarkostnaðar.
Grunntala vísitölunnar með breyttum grundvelli skal miðuð við byggingar-
kostnað í Reykjavík í desember 1982, og síðan skal hún reiknuð fjórum
sinnum á ári miðað við byggingarkostnað í fyrra hluta mánaðanna mars,
júní, september og desember. Við þessa ákvörðun vísitölu byggingar-
kostnaðar hverju sinni skal sleppa broti úr vísitölustigi, hálfu eða
minna, en annars hækka í heilt stig.
2. gr.
Vísitala samkvæmt verðlagi í desember 1982 með grunntölu 100 miðað við
október 1975 skal gilda á tímabilinu janúar-mars 1983. Eftir það skal
hver vísitala, reiknuð samkvæmt síðari málsgrein 1. gr., gilda í 3 mán-
uði frá og með byrjun næsta mánaðar eftir að hún var reiknuð, þ.e. í
apríl-júní, júli-september og október-desember 1983 o.s. frv.
Vísitala byggingarkostnaðar samkvæmt lögum nr. 93/1975 skal reiknuð í
síðasta sinn miðað við verðlag í desember 1982.
3. gr.
VÍsitölur byggingarkostnaðar með grunntölu 100 í desember 1982 skulu
tengdar við vísitölur með grunntölu 100 í október sem hér segir: Fyrr
nefndar vísitölur eins og þær eru með 2 aukastöfum skulu margfaldaðar
með desembervísitölu 1982 (október 1975 = 100), og síðan deild með 100.
Sú útkoma, sem þá fæst, skal sléttuð með þvx, að sleppt sé broti úr
vísitölustigi, hálfu eða minna, en annars hækkað í eitt stig. Hagstofan
annast þennan útreikning og birtir niðurstöður hans jafnóðum.- Hliðstæð
tenging skal eiga sér stað milli vísitalna með grunntölu 100 í desember
1982 og vísitalna með grunntölu 100 hínn 1. október 1955 (sbr. lög nr.
25/1957).