Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1995, Blaðsíða 204
188
BÍLAHÚS OG STÆÐT MEÐ HLÍÐBÚNAÐI
Gjaldskrárbreytingar frá 1. janúar 1988.
Nýjar almennar reglur um afslætti af mánaðarkortum í bílahúsum tóku gildi
1. janúar 1994 samkvæmt samþykkt borgarráðs 21. desember 1993. Tekinn var
upp sérstakur langtímaafsláttur þannig að þegar keypt er kort til sex mánaða er
aðeins greitt fyrir fimm. Þetta svarar til 16,67% afsláttar. Ibúar geta að auki
fengið 10% afslátt og þegar keypt eru 10 stæði eða fleiri er gefinn 5% afsláttur.
Þá er heimilt að semja við starfsmannafélög o. þ.h. um 5% afslátt. Enginn
afsláttur er þó veittur á Tjarnargötustæði (Alþingisreit). Þann 4. apríl 1995
samþykkti borgarráð verðlækkun og samræmingu á næturkortum þannig að þau
kosti krónur 1.250,- á mánuði. Þá var jafnframt ákveðið að ekki skyldi vera
gjaldskylda í bílahúsum á laugardögum fyrst um sinn.
1. Kolaport, Kalkofnsvegi 3.
Gjaldið á efri hæð var 40 kr. pr. klst. frá 1. janúar 1988. Mánaðarkort fyrir neðri
hæð kostaði 4.000 kr., en skilatrygging korts var 1.000 kr. Vikugjald var 1.600
kr., en útkall stæðisvarða kostaði 2.200 kr. Gjöldin breyttust 1. september 1990,
þannig að fyrsta klst. kostaði 30 kr., en hverjar byrjaðar 12 mín. eftir það kostuðu
10 kr. Mánaðarkortið kostaði 5.500 og vikugjald var 2.000 kr.
Skilatryggingargjald korta og útkallsgjald héldust óbreytt. Síðan 1 mars 1992 hafa
mánaðarkort verið seld á 2.000 kr., en þau hækkuðu í 2.500 kr. 1. janúar 1993.
Borgarráð samþykkti síðan hækkun mánaðarkorta í krónur 3.500, til samræmingar
við aðra þjónustu Bílastæðasjóðs.
2. Bergstaðir, Bergstaðastræti 6.
Húsið var tekið í notkun 16. nóvember 1989. Gjaldið var 30 kr. fyrir fyrstu klst.,
en síðan greiddar 10 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur. Hélst svo allt til
l.september 1990. Gjöldin breyttust þá þannig að gjald fyrir fyrstu klst. hélst
óbreytt, en síðan greiddar 10 kr. fyrir hverjar byrjaðar 12 mín. Mánaðarkort
kostuðu 4.500 kr. til 1. september 1990, en hækkuðu þá í 5.500 kr. Þau lækkuðu í
3.500 kr. 1. janúar 1993. Á fundi sínum 22. desember 1993 samþykkti borgarráð
enn frekari lækkun, og kosta nú mánaðarkort á 1. og 2. hæð krónur 2.500. Leiga
fyrir stæði í kjallara var hins vegar hækkuð í krónur 4.000.
3. Vesturgata 7.
Húsið var tekið í notkun 5. desember 1989. Gjaldið var 30 kr. pr. klst., en síðan
greiddar 10 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mín. Gjald fyrir fyrstu klst. hefur haldist
óbreytt, en síðan 1. september 1990 eru greiddar 10 kr. fyrir hverjar byrjaðar
12 mín. Mánaðarkort kostuðu 4.000 kr. til 1. september 1990, en hækkuðu þá í
5.500.
4. Bílakjallari Ráðhúss, Tjarnargötu 11.
Húsið var tekið í notkun 14. apríl 1992. Gjaldið er 30 kr. pr. klst., en síðan
greiðast 10 kr. fyrir hverjar byrjaðar 12 mín. Mánaðarkort kostar 6.000 kr. Engin
gjaldtaka var á árinu 1991.