Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1995, Blaðsíða 277
261
3. Málefni fatlaðra.
Tillaga:
Borgarráð samþykkir að sækja um undanþágu, sbr. 11. gr. laga um
reynslusveitarfélög, hvað varðar ákvæði laga um málefni fatlaðra þannig að
verkefni Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra flytjist til Reykjavíkurborgar og
heyri undir Félagsmálastofnun.
Greinargerð:
Samkvæmt lögum um málefni fadaðra nr. 59/1992 heyrir þjónusta við fadaða
fyrst og fremst undir ríkið en nokkrir málaflokkar heyra til sveitarfélaga s.s.
almenn þjónusta, stoðþjónusta s.s. félagsleg heimaþjónusta og liðveisla,
húsnæðismál, ferlimál og ferðaþjónusta. Samkvæmt tillögunni er gert ráð
fyrir að verkefni Svæðisskrifstofu flytjist til Reykjavíkurborgar en þau eru
samkv. 12. gr. laga um mále'fni fatlaðra m.a. rekstur, framkvæmdir,
upplýsingasöfnun, gerð svæðisáætlunar, mat á þjónustuþörf, samstarf við
héraðslækna og fræðslustjóra, félagsráðgjöf og sálfræðiþjónusta.
Við flutning á málaflokknum til Reykjavíkur, tæki Félagsmálastofnun við
verkefnum svæðisskrifstofunnar að því undanskildu að mat á umönnunarþörf
fatlaðra barna, skv. lögum um almannatryggingar, flyttist alfarið til
Tryggingarstofnunar ríkisins. Svæðisskrifstofa málefna fadaðra í Reykjavfk
yrði lögð niður sem ríkisstofnun meðan á verkefninu stendur. Styrkja þyrfti
núverandi svið Félagsmálastofnunar, sem sér um málefni fadaðra. Verkefni
þessa sviðs yrði aðallega stefnumótun og þróunarstarf auk sérstakrar ráðgjafar
við hverfaskrifstofur og einstaka stoðdeildir. Þjónusta við einstakiinga og
fjölskyldur færi fram á hverfaskrifstofum undir umsjá sérhæfðra starfsmanna í
málefnum fatlaðra. Að öðru leyti færu almennar stoðdeildir
Félagsmálastofnunar með þjónustu við þennan málaflokk eins og aðra
starfsemi stofnunaiinnar t.d. færi Qármála- og rekstrardeild með rekstrarmál,
starfsmannastjóm með starfmannahald og vistunar- og húsnæðismál heyrðu
undir viðeigandi deildir og yrði þetta svið fellt undir eina yfirstjóm.
Ekki er ædun að yfirtaka þann rekstur og þjónustu sem hagsmunasamtök
fadaðra fara nú með.
Með þessu fyrirkomulag ætd að vera hægt að koma við hagræðingu af ýmsu
tagi og jafhframt hægt að bæta þjónustu á öðmm sviðum málaflokksins og
auðveldara ætd að verða að ná settum markmiðum þegar einn aðili fer með
yflrstjóm. Hins vegar er rétt að vekja athygli á, að mikið vantar á að þessi
málaflokkur hafí. nodð framlaga í Qárlögum sem skildi og mörg verkefhi bíða
úríausnar. í fjárlögum 1995 er um óverulega hækkun að ræða milb' ára miðað
við þá brýnu þöif til aukningar sem fyrir hendi er.