Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1995, Blaðsíða 209
193
r
Ur rekstri borgarsjóðs og borgarfyrirtækja
Samþykkt borgarráðs frá 2. maí 1995 um breytingu á stjórnskipulagi Reykjavíkurborgar.
Borgarráð samþykkir eftirfarandi tillögur að stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.
1. Stjómsýsla Reykjavíkurborgar skiptist í ijögur megin svið.
Stjórnsýslu og atvinnumál
Fjármál
Menningar-, uppeldis- og félagsmál
Framkvæmdir og skipulag
2. Stjórnsýsla og atvinnumál ásamt ijármálum heyri undir borgarritara en menningar-, uppeldis- og
félagsmál, framkvæmdir og skipulag heyri beint undir borgarstjóra.
3. Forstöðumenn á stjórnsýslusviði verði borgarlögmaður, skrifstofustjóri og starfsmannastjóri.
4. Lögfræðideild taki yfir innheimtur af innheimtudeeild og annist gerð lóðaleigusamninga.
Starfsmaður innheimtudeildar sem sinnt hefur þessum verkefnum verði starfsmaður
lögfræðideildar.
Borgarlögmaður hafí yfírumsjón með starfsemi Húsatrygginga.
5. í skrifstofuhaldi verði lögð niður staða löglærðs fulltrúa og staða upplýsinga- og ferðamálafulltrúa.
Til þess að samhæfa starfsemi skiptiborðs, upplýsinga, húsvörslu, mötuneytis og bílstjóra ásamt
því að sjá um gestamóttöku verði ráðinn stjórnandi þjónustu og gestamóttöku.
Átak verði gert í framtíðarskipulagningu gagnamóttöku, meðhöndlun og vistun skjala. Settur verði
stjórnandi til samhæfmgar þessara mála.
6. Forstöðumenn á íjármálasviði verði borgarhagfræðingur, fjárreiðustjóri og borgarbókari.
Fjárreiðustjóri er ný staða sem verði auglýst.
7. í hagdeild verði aðaláhersla lögð á fjárhagsáætlanagerð, spamaðareftirlit, hagrænar athuganir og
álitsgerðir.
Fjárreiðudeild hafí umsjón með fjárstreymi borgarsjóðs, lántökum og ávöxtun sjóða.
Borgarbókhald taki yfir innra eftirlit.
8. Undir menningar-, uppeldis- og félagsmál falli menningarmál, íþrótta- og æskulýðsmál, fræðslu-
og skólamál, félagsþjónusta og heilbrigðiseftirlit.
Til verði ný staða framkvæmdastjóra menningar-, uppeldis og féagsmála og honum til aðstoðar
verði upplýsinga- og menningarfulltrúi, sem jafnframt verði framkvæmdastjóri
menningarmálanefndar, sem er ný staða. Báðar þessar stöður verði auglýstar.
9. Borgarritari annist tengsl við veitustofnanir og önnur fyrirtæki borgarimiar.
10. Þeir verkþættir sem heyra undir framkvæmdir og skipulag verði teknir til sérstakrar skoðunar á
næstunni með það fyrir augum að skilgreina betur stöðu, verkskiptingu og ábyrgðarsvið.
11. Framangreindar breytingar verði að fullu komnar til framkvæmda 1. ágúst 1995.