Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1995, Blaðsíða 261
245
skólahverfi samkvæmt nánari ákvörðun sveitarstjórnar. Sveitarfélag getur átt aðild að fleiri
en einu skólahverfi ef böm og unglingar á skólaskyldualdri úr því sveitarfélagi eiga skóla-
sókn til tveggja eöa fleiri skólahverfa.
Þar sem sveitarfélög sameinast um rekstur grunnskóla eða hluta hans skulu viókomandi
sveitarstjórnir gera með sér samning um stofnun skólans, rekstur hans og hvemig kostnaði
skuli skipt milli aóila. I samningnum skal m.a. kveöið á um hvernig haga skuli ráóningum
starfsmanna, hjá hvaóa sveitarfélagi þeir eru ráðnir, svo og hvernig endurgreióslu annarra
rekstraraöila á hlutdeild í launakostnaói skuli hagaó.
12. gr.
I hverju skólahverfi skal vera skólanefnd sem fer meö málefni gmnnskóla eftir því sem
lög og reglugerðir ákveða og sveitarstjóm eða sveitarstjórnir kunna að fela henni.
Skólanefnd skal sjá um að öll skólaskyld böm í skólahverfinu njóti lögboóinnar fræðslu.
Hún skal staófesta áætlun um starfstíma nemenda ár hvert og fylgjast með framkvæmd
náms og kennslu í skólahverfinu. í sveitarfélögum þar sem skólahverfi eru fleiri en eitt skal
áætlun um starfstíma nemenda jafnframt staðfest af viókomandi sveitarstjóm. Skólanefnd
getur gert tillögur til skólastjóra um umbætur í skólastarfi. Jafnframt skal skólanefnd stuóla
aó tengslum og samstarfi leikskóla og grunnskóla.
Skólanefnd fylgist með og stuólar að því að skólum sé tryggóur aðgangur aó sérfræði-
þjónustu og aö jafnan sé fyrir hendi fullnægjandi húsnæði og annar aóbúnaóur, þar með tal-
in útivistar- og leiksvæði nemenda. Skólanefnd ásamt skólastjóra lítur eftir aó uppfylltar
séu kröfur laga og reglugeróa á þessu sviói og gerir tillögur til sveitarstjómar um úrbætur.
13. gr.
Skólanefnd skal kosin af hlutaóeigandi sveitarstjóm eða sveitarstjómum í upphafi hvers
kjörtímabils. Um kosningu í skólanefnd og starfshætti fer samkvæmt sveitarstjómarlögum,
nr. 8/1986, og samþykktum viókomandi sveitarfélags.
Varamenn í skólanefndum skulu jafnmargir aóalmönnum og kosnir á sama hátt.
Þar sem fleiri en eitt sveitarfélag standa saman aö rekstri grunnskóla, eóa hluta hans,
skal setja í stofnsamning ákvæói um aóild hvers og eins að skólanefnd.
Fulltrúar kennara, skólastjóra og foreldra eiga rétt til setu á skólanefndarfundum meó
málfrelsi og tillögurétt.
Grunnskólakennarar í skólahverfinu kjósa úr sínum hópi fulltrúa til að starfa með skóla-
nefnd. Þar sem stöðugildi við grunnskóla í skólahverfi eru 15 eða færri skal kjörinn einn
kennarafulltrúi en tveir þar sem stöóugildi eru 16 eóa fleiri. Varamenn kennarafulltrúa
skulu jafnmargir aöalmönnum.
Skólastjóri, eóa aðstoóarskólastjóri í forföllum hans, á rétt til setu á skólanefndarfundum
þegar fjallað er sérstaklega um málefni viðkomandi skóla.
Foreldrafélag, eða samtök foreldra í skólahverfinu, kýs úr sínum hópi einn fulltrúa til
aó starfa meó skólanefnd og einn varamann.
14. gr.
Skólastjóri er forstöðumaður grunnskóla, stjómar honum og ber ábyrgö á starfi skólans
og veitir honum faglega forustu. Skólastjóri sér um aó skólanámskrá skólans sé gerð.
Skólastjóri boóar til kennarafundar svo oft sem þurfa þykir en þó eigi sjaldnar en einu
sinni í mánuói. Kennarafundi skulu sækja kennarar og aórir sérfræðingar skóla. Auk þess
skal boða til slíks fundar ef þriójungur kennara skólans æskir þess.