Jólaklukkur - 01.12.1941, Blaðsíða 15

Jólaklukkur - 01.12.1941, Blaðsíða 15
•JÓLAKLUKKUR Í3 urinn hvessti á hann augum, en Erlendur hélt áfram: „Enginn bátur er eins traust- ur og vel útbúinn og „Svanurinn" þinn, og hann hefir séö bárur hér við eyjuna áður.“ „Nefndu þetta ekki, drengur, hvaða er- indi ætlir þú eigir þangað, nema til aö drepa þig?“ „Afi! Þú veizt að ég þekki ströndina hér eins vel og þú. í átta ár hefirðu aldrei farið svo á sjó, að ég hafi ekki verið með þér. Þú hefir kennt mér allt, sem að sjó- mennsku lýtur á svona vélbát.“ Gamli maðurinn greip fram í fyrir Er- lendi: „Hættu þessu drengur, ég ansa þér ekki. Ætlarðu kannske að draga skipið af skerinu með bátkænunni? Svona, farðu að koma með matinn.“ Vitavörðurinn kipraði saman varirnar og ætlaði víst að sýna hörku og einbeitni. En hann afskræmdist öllu heldur í andlitinu af sársauka og hryggð yfir vanmætti sínum á þessari al- vörustund. Erlendur vildi ekki gefast upp og hélt áfram: „Naustavík er eini staðurinn á eynni, sem hægt er að lenda í, allir aðrir landtökustaðir eru sama og dauðinn vís. Skerjaklasinn innar af Svörtudröngum myndi og varla sleppa nokkrum bát úr greipum sínum. Hugsaðu þér, afi, ef þeir hafa komizt í bátinn, þá eru þeir alveg jafn hjálparvana og áður, nema kunnugur maður visi þeim leiðina.“ Vitavörðurinn var farinn að hlusta með athygli og Erlendur hélt því áfram enn ákafari en áður: „Ef ég hefi ljós með, þá getur það verið að þeir reyni að brjótast út að bátnum þegar þeir sjá ljósið. Ég skal lofa þér því, afi minn, að ég skal koma strax aftur, ef ég sé að ég get ekkert gert, ég skal ekki fara of nærri.“ Hann hækkaði röddina. „Þú ert vitavörður hér og þú ert skyldugur að reyna að hjálpa, en nú ertu veikur, og þá er ég skyldugur að fara. Ef Guð hjálpar þeim í kvöld, því vísar hann þá ekki mér leiðina líka, ég hefi vitann til að átta mig á, og... .“ Nú greip afi hans aftur fram í fyrir honum: „Reyndu þá að fara að koma þér af stað, drengtetur og hættu þessu masi, því tíminn er dýrmætur. Komdu til mín, þegar þú ert búinn að búa þig, og klæddu þig vel.“ Það liðu aðeins nokkrar mínútur þar til Erlendur kom inn aftur með matinn, sem vitavörðurinn átti að fá, á bakka. Hann var klæddur í skinnstakk, í uppháum vað- stígvélum. í annarri hendinni hékk sjó- hattur, fóðraður að innan með lambsskinni. „Jæja,“ sagði hann, „ég kom hér með matarbita handa þér, ég borðaði ofurlítið frammi. Nú er heldur að rofa til og bylnum hefir slotað í bili.“ Gamli maðurinn reis upp. „Taktu báða olíubrúsana með, og ef með þarf, þá settu olíu í sjóinn, það þarf ekki mikið í einu. Festu luktina vel við mastrið. Gættu þess, að hafa lokið vel yfir vélarhúsinu. Farðu nógu djúpt út af Stekkjarboða, og krjúptu hérna við rúmstokkinn.” Erlendur kraup á kné við rúmið og byrgði andlitið. Gamli vitavörðurinn bað sjóferða- bæn með grátstafinn í kverkunum, en heitt og innilega. Svo stóð Erlendur upp, kyssti afa sinn og gekk hröðum skrefum út. Hann greip luktina með sér og fór niður í Nausta- vík. Ekki þurfti hann að eyða löngum tíma í að athuga útbúnað bátsins, því hann var í heila viku búinn að bíða í rennibrautinni, tilbúinn að fara út í vitaskipið þegar það kæmi — og nú var það sennilega komið. Það var satt, — slyddan var orðin minni og brátt hafði Erlendur komið vélinni í gang og stýrði hugdjarfur suður á bóginn. Það var vont í sjóinn, því varð ekki neitað, en hann hafði svo oft séð Ægi ygldan áður, en þá var hann að vísu með afa sínum.

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.