Jólaklukkur - 01.12.1941, Page 9

Jólaklukkur - 01.12.1941, Page 9
JÓLAKLUKKUR 7 fimmtán ára að aldri. Ljós á hár,hraustleg- ur og stæltur. Hann settist á rúmstokkinn hjá gamla manninum og lagði hann mjúk- lega útaf um leið og hann sagði: „Það er betra fyrir þig að liggja kyrr afi minn, því þá er þér ekki eins þungt fyrir brjóstinu." Hann strauk hvíta hár- lokkana á afa sínum og hélt áfram: „Nú er ég að brasa handa okkur jóla- matinn, því klukkan er að verða fimm. Við látum það ekki á okkur fá, þótt vita- skipið hafi ekki komizt til okkar í tæka tíð með jólavörurnar, við skulum bara vona, að ekkert slys hafi hent það.“ Vitavörðurinn klappaði drengnum á vangann og svaraði: „Þetta verða seinustu jólin hér, Erlendur minn, ég hefi sagt starfinu lausu nú upp úr áramótunum. Ég er nú orðinn heilsutæpur, já, meira að segja kominn í rúmið. Svo ert þú nú bú- inn að hírast hér hjá mér einum í eyjunni í nærri átta ár eða síðan foreldrar þínir drukknuðu, og þú þarft að fara að komast í land, ganga á einhvern góðan skóla og kynnast fleiru og betra fólki heldur en gömlum karlfauski eins og mér.“ Erlendur greip fram í fyrir gamla mann- inum: „Segðu ekki þetta, afi minn, mig hefir aldrei langað í land, og það veizt þú sjálf- ur, að þú ert búinn að kenna mér marg- falt meira,heldur en nokkur jafnaldri minn í landi kann, bæði í bóklegu og verklegu. En hitt er annað mál, að þar sem þú ert orðinn svo heilsutæpur, þá er ég því sam- Þykkur að við förum héðan, — og afi, þeg- ar ég fer í sjómannaskólann, þá skal ég sýna þeim hvað ég kann, sýna þeim, hvað þú hefir kennt mér.“ — Og Erlendur horfði dreymnum augum langt, langt inn í fram- tíðina, og andlitið ljómaði af tilhugsuninni einni saman. „Ég hugsa, afi, að það hafi ekki margir komið betur undirbúnir inn í skólann heldur en ég, og það veit Guð, að mig langar til að verða gamla vitaverðinum og skipstjóranum í Klettaey til sóma, þvi hann á ekki annað skilið af mér,“ og Er- lendur þrýsti sér að brjósti afa síns. Gleðitár glitruðu í augum gamla manns- ins. „Við skulum vona hið bezta, drengur minn, að öllu óbreyttu geturðu aldrei orð- ið mér annað, aldrei meðan þú treystir Guði. Nú ættirðu, Erlendur minn, að brjót- ast út í vitann og þurrka vandlega af öll- um rúðunum, þá verðurðu kominn aftur áður en hátíðin byrjar.“ „Já, það er satt, afi, það er bezt að ég fari snöggvast út og ljúki því af, svo höld- um við jólakvöldið hátíðlegt og ég les fyr- ir þig boðskapinn.“ Erlendur kyssti afa sinn á ennið og gekk hröðum skrefum fram. Vitavörðurinn horfði stoltur á hin- ar þrekvöxtnu herðar drengsins, svo lok- aði hann augunum og varirnar bærðust. Veðurhæðin óx stöðugt, bylurinn buldi ónotalega á andliti Erlendar, hann mátti hafa sig allan við að berja á móti veðrinu. Fyrr mátti nú vera ofsinn! En það tókst nú samt. Það var sannarlega ekki vanþörf á því að hreinsa glerin, blautur snjórinn hafði hlaðizt svo á þau, að ekki komst skíma út. Það var lögulegt eða hitt þó heldur, að hafa vitaljósið innibyrgt! Hverjum kom það þá að gagni? Erlendur hafði lokið við verk sitt eftir hálftíma, en þá var hann líka ánægður. Allar rúður voru orðnar hreinar og glær- ar og ljósið þrengdi sér út í myrkrið og hríðina, ýmist rautt, grænt eða hvítt á lit- inn. Erlendur athugaði blossann á lamp- anum og reyndist hann eðlilegur og í á- gætu lagi. Vonandi þyrfti hann ekki að (Framhald á blaðsíðu 12).

x

Jólaklukkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.