Jólaklukkur - 01.12.1941, Blaðsíða 18

Jólaklukkur - 01.12.1941, Blaðsíða 18
JÓLAKLUKKÚR Í6 Frá séra Jóhanni Hannessyni. Rétt um það, er blaðið var fullprentað, barst bréf frá séra Jóhanni kristniboða, dags. 5. ág. Eru þær fréttir helztar, að þeim hjónum hefur verið falið að starfa í Sinhva- sýslu, en það er, segir séra Jóhann, „að mörgu leyti eitt verkmesta og erfiðasta „prestakall", sem nokkur kristniboði hefur hér, mátulega stórt til að skipta því í tvennt. Eru þar 15 söfnuðir, auk allmargra smáflokka. Það er sagt, að það taki 3 vikur að heimsækja söfnuðina, þó aðeins sé stað- ið við einn dag á hverjum stað Landið er fagurt mjög, fremur fjöllótt, með ógrynni af kolum og málmum í jörðu, en fólkið er fátækt og ekki sérlega hreinlegt að sagt er. Nú er ómögulegt að ferðast nema í burðar- stól eða fótgangandi, og vegna þess hvað allt er orðið dýrt, tekur maður seinni kost- inn, ef heilsan leyfir.“ Segir Jóhann dýrtíð mikla um þessar mundir, vegna óvenjumikilla sumarþurrka. „En við,“ segir hann, „höfum ekki þurft að hafa verulegar áhyggjur af fjárhag norska kristniboðsfélagsins þetta árið. Konungur Noregs og ríkisstjórn í London hafa veitt ríflegan styrk þetta árið og Ameríkumenn hafa hjálpað allmikið. Á Madagaskar hafa hinir innlendu menn tekið að sér alla fjár- hagslega ábyrgð kristniboðsins, nema laun kristniboðanna. Því verr eru þeir mjög ein- angraðir, miklu verr settir en vér, en ann- ars líður þeim vel." Kristindómur án Krists. Eitt sinn sneri gamall og fátækur svertingi sér til prestsins í einum ríkasta söfnuðinurii í New York og bað um upptöku. Presturinn starði á manninn, eins og ofbyði honum dirfska hans, en þó fannst honum óviðeigandi að segja það blátt áfram, að hann væri ekki hæfur í þennan fína söfnuð. í stað þess bað hann svertingjann að fara nú heim til sín og taka þetta til yfirvegunar í bœn. — Stuttu síðar kom svertinginn aftur. „Jæja, Massa,“ sagði hann, „ég hefi nú athugað þetta í bæn frammi fyrir Drottni og spurt hann hvað ég eigi að gera. Og Drottinn sagði: Sjálfur hefi ég reynt í 20 ár að komast inn í þenna söfnuð, en ekki tekizt það. Reyndu þess vegna ekki til þess, en fylg þú mér.“ Hverju prestur svaraði hermir sagan ekki. En í Opinberunarbókinni er sagt frá öðrum söfnuði, sem hélt að hann væri ríkur og þarfnaðist einskis. Og orð Drottins kom til hans á þessa leið: „Þú ert vesalingur og aumingi og fátækur og blindur og nakinn. — Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans.“ „Velkominn vertu, vor Immanúel; ástgjöf sú ertu, allt sem bætir vel böl, er hjörtu hrjáir, haldin eymd og synd, hvíld, er þreyta þjáir, þyrstum svalalind. Jesú góði, þökk sé þér, þig að bróður eigum vér, þitt oss blóðið lífgjöf lér, ljóminn Guðs og mynd.“ Prentsmiðjan Edda h.f. - Reykjavík 1941.

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.