Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.2017, Side 14

Skinfaxi - 01.01.2017, Side 14
14 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Umræðupartý UMFÍ var haldið föstu- daginn 3. febrúar sl. Í partýið komu um sjötíu 16–25 ára ungmenni og stjórnendur innan ungmennafélags- hreyfingarinnar og ræddu á opin- skáan hátt um eitt og annað sem skipti máli og hvað UMFÍ geti gert betur. Þessari fleygu setningu úr fyrirsögninni var kastað fram í partýinu, sem fram fór í þjónustumiðstöð UMFÍ. Þrjú mismunandi efni voru til umræðu og voru þau valin út frá nýrri stefnu UMFÍ. Vinna við stefnuna hófst síðla árs 2015 og var hún lögð fyrir á 40. sam- bandsráðsfundi UMFÍ á Laugum í Sælingsdal í október 2016. Hér er skýrt frá helstu um- ræðuefnunum sem spunnust út frá stefnu UMFÍ.1 Framkvæmd og lykilhlutverk umræðu- partýsins voru í höndum fulltrúa úr ung- mennaráði UMFÍ sem stóðu sig með stakri prýði. Áhugaverðar og fróðlegar umræður áttu sér stað á milli þátttakenda og óhætt er að segja að margar góðar hugmyndir hafi komið fram. Ekki bara framtíðin Að sjálfsögðu komu fram mun fleiri góðar hugmyndir í umræðupartýinu en hér eru nefndar. Hugmyndirnar má nálgast í þjón- ustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík. Ljóst er að ung- menni hafa skoðanir sem vert er fyrir þau eldri að hlusta á. Ungt fólk er ekki aðeins framtíðin heldur eru þau til staðar hér og nú. Viðburðurinn opnaði augu margra stjórn- enda sem klóruðu sér í höfðinu og spurðu sig: „Af hverju var ég ekki búinn að spyrja unga fólkið mitt fyrr? Þau eru með svör við svo mörgu!“ „Power point er dauði!“

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.