Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2017, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.01.2017, Blaðsíða 23
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 23 Þetta er ISCA • ISCA (stendur fyrir International Sport and Culture Association) eru alþjóðleg samtök ýmissa grasrótarsamtaka á sviði almenningsíþrótta og menningar víða um heim. • ISCA var sett á laggirnar árið 1995. Aðildarfélögin eru 231, félagsmenn rúmar 40 milljónir í yfir 83 löndum. • UMFÍ er aðili að samtökunum og fylgir Hreyfivikunni eftir á Íslandi. • Viðburðir á Íslandi hafa verið afar fjölbreyttir, allt frá því að prestur á Egils- stöðum bauð sókninni í gönguferð. Grindvíkingar hafa boðið upp á fjölskylduratleik. Bolvíkingar buðu heimamönnum frítt í sund og leik, á Grundarfirði var boðið upp á ókeypis golf á golfvellinum og opna tíma í líkamsrækt. Þá tók ÍBR þátt í Hreyfiviku UMFÍ og gaf öllum grunnskólum í Reykjavík snú-snú-bönd. Hvernig gengur að ná markmiðinu? Markmið Hreyfivikunnar er að fá 100 milljón Evrópubúa til að hreyfa sig meira og reglulega fyrir árið 2020. Hvernig gengur að ná því? „Þetta er pólitíska markmiðið okkar. En ég er ekki pólitísk heldur draumóramanneskja. Ég ætla að gera þetta að veruleika og ég trúi því að það takist enda eru allir þátttakendur og boðberar að gera frábæra hluti. Það eina sem við þurfum að gera er að halda áfram, hvetja fólk til að hreyfa sig og gera fólki kleift að hreyfa sig. Það þarf að vinna að þessu af hugsjón,“ segir Laska. Alltaf að hlusta á grasrótina Á síðustu ráðstefnu ISCA um Hreyfivikuna fjallaði fulltrúi Íslands um sundkeppni sveit- arfélaga. Þessi sundkeppni varð til hjá gras- rótinni sem vildi taka þátt með þessum hætti. UMFÍ greip boltann og hélt honum á lofti. Sundkeppnin hefur slegið í gegn og leggja margir þátttakendur mikið á sig svo að sveit- arfélag þeirra vinni. Laska, finnst þér mikilvægt að hlusta á fólk og heyra hvaða hugmyndir það hefur sem geta stutt við verkefnið? „Það er eina leiðin! Hreyfivikan er byggð á grasrótarstarfi. Ég vinn aðeins með grasrót- inni. Pólitíkusar eru takmarkaðir og hafa mis- mikil áhrif. Ef hugmyndirnar koma frá fólki, grasrótinni, þá fyrst fara hlutir að hreyfast,“ segir Laska Nenova, verkefnastjóri Hreyfi- vikunnar í Evrópu. Í skýrslu ISCA, sem kom út árið 2015, kemur fram að um 25% fullorðinna íbúa aðildarríkja Evrópu- sambandsins hreyfi sig of lítið. Hreyfingarleysið eða skortur á reglulegri hreyfingu er nú talið alvarlegur lýðheilsuvandi. Skrifa megi of litla hreyfingu á um 6% af öllum dauðsföllum á heimsvísu. Það samsvarar því að 3,2 milljónir manna látist af völdum of lítillar hreyfingar. Þetta eykur álag og kostnað hjá heilbrigðiskerfinu. Kai Troll hjá ISCA vill sjá fag- fólk í stjórnum frjálsra félagasamtaka vinna fyrir félagsmenn. „Stjórnir frjálsra félagasamtaka eiga að vera saman settar af fagfólki með fjölbreytta reynslu og tengsl víða, í stjórnmálum og atvinnulífinu. Þær eiga allra síst að vera sam- an settar af fólki sem vill komast í þægilegar og rólegar stöður,“ segir Kai Troll, þróunar- stjóri hjá ISCA. Troll á langan feril að baki hjá félögum sem skipuleggja íþróttaviðburði aðra en þá sem tengjast afreksíþróttum. Hann hefur meðal annars verið forstöðumaður hjá Special Olympics, verið fulltrúi Special Olympics hjá Alþjóðlegu Ólympíunefndinni og verið hátt- settur ráðgjafi hjá Boston Consulting Group í Brussel og New York, fyrirtæki sem hefur unnið skýrslur um íslensku ferðaþjónustuna og um heilbrigðiskerfið hér á landi. Hugur hans hefur síðustu misserin verið í félaga- samtökunum Best buddies, sem vinnur að því að gera fötluðum kleift að stunda íþróttir með ófötluðum. Troll var á landinu fyrr á þessu ári og gaf sér tíma til að funda með framkvæmdastjóra og nokkrum starfsmönnum UMFÍ ásamt fleirum í íþróttahreyfingunni. Auðheyrt var á Troll að honum er um- hugað um almenningsíþróttir og ósam- ræmið við afreksíþróttir, þá hlið íþrótta sem fær mestu athyglina og peningana. Hann vill styrkja stjórnir félaga sem sinna almenningsíþróttum. Til að breyta því þurfi stjórnir félagasamtakanna að vera virkar, þær afli fjármagns og láti iðkendur taka eftir því að stjórnirnar séu að sinna þeim. Stjórnarseta á ekki að vera þægileg

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.