Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2017, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.01.2017, Blaðsíða 37
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 37 „Það má alveg búast við allt að 200 manns í boccía í Hveragerði. Ef það verður raunin þá verður þetta mesti fjöldi þátttakenda til þes- sa í greininni,“ segir Flemming Jessen, sem situr í framkvæmdanefnd Landsmóts UMFÍ 50+ er haldið verður í Hveragerði 23.–25. júní nk. og einn af þremur keppnisstjórum. Til samanburðar voru 130 keppendur skráðir til leiks í boccía á Landsmót UMFÍ 50+ þegar það var haldið á Blönduósi árið 2015. Það er mesti fjöldi keppenda til þessa. Flemming er reynslubolti á sviði íþrótta, hann hefur komið að öllum Landsmótum UMFÍ 50+ í gegnum tíðina og skipulagt að auki fjölda móta í boccía. Búist er við miklum fjölda keppenda á Flestir vilja keppa í boccía Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði í júní enda bærinn nálægt höfuðborgarsvæðinu og þétt- býlisstöðum á Suðurlandi. Boccía hefur í gegnum tíðina verið afar vin- sæl grein. Þetta setur pressu á skipuleggj- endur að raða í riðla, senda tímasetningar á liðin og fleira tengt greininni, að sögn Flemmings sem bætir við að mikil vinna sé framundan fyrir mótið í Hveragerði. Flemming Jessen segir stefna í metþátttöku í boccía á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer í Hveragerði í júní. Sagnaritarinn Jón M. Ívarsson hefur gef- ið út bók með vísum sem hann lauk að mestu við fyrir tuttugu árum. Hann segir fáa útvalda til að bera Grettisbeltið. „Ég bókstaflega varð að skrifa bók um glímukappa í bundnu máli,“ segir sagnfræð- ingurinn Jón M. Ívarsson frá Vorsabæjarhóli. Hann hefur samið og gefið út frumortar vísur um 19 glímukónga frá árinu 1969 í bókinni Annað Íslandskappatal. Myndir eru af öllum glímuköppunum ásamt vísum þeim tengd- um. Íslenska glíman hefur gjarnan verið köll- uð þjóðaríþrótt Íslendinga. Jón segir svo frá um tilurð bókarinnar í formála að árið 1997 hafi Hreinn Erlendsson frá Dalsmynni í Biskupstungum verið ráðinn í starf hlaupstjóra í frjálsum íþróttum á Smá- þjóðaleikunum. „Rétt fyrir mótið fékk ég sím- tal þar sem mér var tjáð að Hreinn væri látinn, hefði orðið bráðkvaddur og þar með var mér boðið að taka við starfi hans. Mér varð mikið um þessa fregn en gat ekki neitað þeirri bón. Um kvöldið var ég í nokkru uppnámi og festi Samdi vísur um 19 glímukappa Um Grettisbeltið Íslandsglíman hófst árið 1906 og er elsta íþróttamót á Íslandi. Þar ganga glímu- kappar árlega á hólm og keppa um verðlaunagripinn Grettisbeltið. Sigurvegarinn hlýtur sæmdartitilinn Glímukóngur Íslands. Beltið er skrautbúið silfurbelti mað ágrafinni mynd fornkappans Grettis Ásmundssonar og er letrað á það: „Glímuverðlaun Íslands Grettir.“ Beltinu fylgir leðuról sem alsett er silfurskjöldum en á hvern skjöld er skráð nafn Glímukóngs Íslands hverju sinni. Fyrir hvern nýjan silfurskjöld sem bætist við er á elsti fjarlægður í staðinn. Mikið efni liggur eftir Jón M. Ívarsson um sögu ungmennafélagshreyf- ingarinnar. Hann skrifaði meðal annars ritið Vormenn Íslands, sem er saga Ungmennafélags Íslands. ekki svefn. Þá greip ég af handahófi kver úr bókahillunni til lestrar til að dreifa huganum. Það reyndist vera Íslandskappatal Lárusar Salómonssonar, sem hann orti og gaf út til heiðurs glímukóngum Íslands árið 1969,“ skrifar Jón. Hann ákvað að taka við keflinu, halda áfram með kappatal Lárusar og orti Jón vísur með sama hætti og Lárus á tveimur dögum. Tíminn leið, bókin kom ekki út og bætti Jón jafnóðum við glímuköppum og nýir menn gyrtust Grettisbeltinu. Árið 2006 lagði Jón verkið til hliðar og kom það ekki út fyrr en í lok mars á þessu ári. Jón segir fáa útvalda til að bera Grettis- beltið. „Stundum er aðeins örstutt bil milli sigurs og byltu. Menn hafa gengið til leiks fullir kapps og vongleði án þess að bera sigur úr býtum,“ segir hann. Með það í huga bætti hann við þremur afreksmönnum sem unnu allar orrustur glímunnar nema Íslandsglím- una. Kapparnir eru þeir Sigurður Jónsson, Arngeir Friðriksson og Stefán Geirsson. Opna úr bókinni Annað Íslandskappatal. Hér er fjallað um Þingeying- inn Pétur Vigni Ingvason. Opnað verður fyrir skráningar á Landsmót UMFÍ 50+ 1. júní næstkomandi. Nánari upplýsingar eru á www.umfi.is og á viðburða- síðu mótsins á Facebook.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.