Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2017, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.01.2017, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Hjörtur segir löggæslukostnaðinn hafa verið orðinn þyngsta baggann. Krafan um áfengislausa útihátíð og mikill kostnaður við lög- og öryggisgæslu hafi átt sinn þátt í því að samkomurnar í Húsafelli gátu ekki borið sig lengur. Landsmótið 1975 á Akranesi Stundum var það fyrirsjáanlegt, jafnvel snemma í ferlinu, að skipuleggjendur sam- koma í Húsafelli og móta á vegum UMSB myndu koma út í tapi. Árið 1975 varð til dæmis verulegt tap, upp á þrjár milljónir króna, á Landsmóti UMFÍ sem haldið var á Akranesi. „Við héldum fund og ákváðum að skipta skuldinni á milli Akraness og Ungmenna- sambands Borgarfjarðar. Akurnesingar tóku reikninga sem tilheyrðu Akranesi en UMSB hinn helminginn. Þetta var mjög þungt. Ég hélt fund með formönnum aðildarfélaga UMSB. Ég benti þeim á að ef þetta hefðu ver- Hjörtur, hver er galdurinn við að halda þreki og einbeitingu? Ekki stendur á svari, sem er í anda Hjartar í bundnu máli: Að njóta lífsins og líðandi stundar Ef svangur ég verð, þá sest ég og fæ mér að borða. Ef syfja mig tekur, ég tek mér smá blund í næði. Ef þreytu ég finn, þá fæ ég mér hvíldarforða. Ef finnst einhver leti, þá nýtast mér vel þau gæði!! Íþróttaþáttur Þorsteins Einarssonar í Skinfaxa var myndrænn og útskýringarnar á einstökum greinum sem hann fjallaði um afar nákvæmar. Hér má sjá útskýringu á þrístökki í íþróttaþætti Þorsteins í 30. árgangi Skinfaxa árið 1944. ið tekjur myndum við skipta þeim eftir stærð félaga. Við yrðum að hafa sama háttinn á með skuldirnar. Við sömdum síðan við kröfuhafa um afborganir og sum félög voru jafnvel þrjú ár að greiða niður sinn hluta. En það sem skipti máli var að allir voru rólegir og sáttir eftir að búið var að semja,“ segir Hjörtur og bætir við að hver samkoma sem kom út í tapi hafi komið illa við rekstur ungmennafélag- anna í Borgarfirði. Stundum var ljóst fyrir fram að þær myndu ekki bera sig. Þá var brugðið á það ráð að leita til skemmtikraftanna sem koma áttu fram og samið við þá upp á nýtt. Hjörtur rifjar upp að árið 1971 hafi samning- ar falið í sér að þeir sem fram komu fengju 25% af áður umsaminni upphæð og það gekk eftir. Hjörtur segir það hafa verið lykilatriði við skipulagningu samkoma eins og þeirra sem voru haldnar í Húsafelli á sínum tíma að hafa góða skemmtikrafta og hljómsveitir. „Ingimar Eydal var konungur hljómsveit- anna. Við gátum alveg stólað á þau. Ingimar og hljómsveitin fór í gönguferð á morgnana á meðan meðlimir annarra hljómsveita þurftu að sofa úr sér,“ segir Hjörtur og hlær. „En það þarf að hafa góða reglu á samkomunum. Hún var of ströng og það sprengdi okkur.“ Gott að gefa og hafa ánægju af því Öll vinna Hjartar fyrir ungmennafélagshreyf- inguna hefur verið í sjálfboðavinnu. Hjörtur segir mikilvægt að hafa gaman af vinnunni eins og öðru sem maður tekur sér fyrir hendur. „Það skiptir máli fyrir allan félagsskap að vinna án þess að taka laun fyrir. Maður beitir sér betur fyrir það sem maður hefur áhuga fyrir og af ánægju. En þá þurfa aðstæður að vera þannig að maður hafi lífsviðurværi sem hvíli á öðrum grunni,“ segir Hjörtur og rifjar upp að eitt sinn hafi hann lent í núningi vegna þessa. Það var þegar hann tók að sér vinnu sem íþróttakennari í sjálfboðavinnu fyrir ungmennafélag. „Ég tók þar laun eins og íþróttakennarar gerðu á hverjum tíma. Auðvitað var litið nei- kvæðum augum á að ég vildi fá greiðslu fyrir vinnuna. En þegar ég fékk útborgað bað ég um að fá launin í 5 króna seðlum. Launin voru formsatriði því að launin gaf ég á tom- bólu sem sama ungmennafélag hélt. En með því að greiða fyrir vinnuna var hún að fullu metin. Ef ég hefði ekkert tekið hefði enginn vitað hvers virði hún var.“ Þegar Hjörtur er spurður að því hvort hann ætli að hægja á, nú þegar hann er kominn á tíræðisaldurinn, lætur svarið ekki á sér standa. „Á meðan maður hefur gaman að þessu er engin ástæða til að draga sig í hlé.“ þú þarft nesti Nýtt og ferskt Nesti bíður þín hvert sem þú ferð um landið. Sem fyrr tökum við vel á móti þér með nýbökuðu og ilmandi bakkelsi, matarmiklum salötum, frískandi boozti og eðal kaffidrykkjum sem þú getur gripið með þér eða notið hjá okkur í rólegheitunum. Nesti um land allt N1 Nesti Ártúnshöfða • N1 Nesti Bíldshöfða • N1 Nesti Háholti • N1 Nesti Borgartúni N1 Nesti Fossvogi • N1 Nesti Stórahjalla • N1 Nesti Lækjargötu • N1 Nesti Hringbraut N1 Nesti Borgarnesi • N1 Nesti Staðarskála • N1 Nesti Blönduósi • N1 Nesti Egilsstöðum N1 Nesti Hvolsvelli • N1 Nesti Selfossi hluti af

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.