Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.2018, Qupperneq 4

Skinfaxi - 01.04.2018, Qupperneq 4
4 SKINFAXI Nú er annasömu starfsári okkar, sem störf- um fyrir UMFÍ, að ljúka. Í huga mínum hef- ur árið verið nánast samfelld vinna að verkefn- um hreyfingarinnar og að sinna þeim skyldum sem fylgja því að sitja í stjórn UMFÍ. Sú stjórn sem nú situr hefur verið samheldin og unnið að mörgum góðum málum í þágu sambands- aðila og hreyfingarinnar í heild í góðu sam- starfi við starfsfólk UMFÍ. Verkefni okkar á árinu gengu vel og vil ég sérstaklega nefna Landsmótið. Það fór fram í fyrsta sinn með breyttu sniði á Sauðárkróki í sumar og var í umsjón Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS). Við höfum unnið að og undirbúið breytingar á Landsmótunum í nokkur misseri. Því fylgir auðvitað alltaf einhver áhætta, þ.e. að færa þekkt mót í nýjan búning. Flestar áætlanir, sem voru gerðar fyrir mótið, stóðust nokkuð vel. Landsmótið lofar góðu en lengri tíma þarf til að kynna þetta nýja fyrirkomulag á mótshaldinu. Landsmótið þarf að þróast til þess að það nái til þess breiða hóps sem ég tel að það eigi að höfða til. Meiri vinna og tími spila með okkur þar. Landsmót verður haldið 2020 Í allri undirbúningsvinnu kom fram mikill vilji til að breyta áherslum Landsmótsins, sem hafði verið með svipuðu sniði í hundrað ár. Ákvörðun var tekin um að nálgast formið með lýðheilsu- sjónarmið í huga, breytta tíma og þörf og löng- un fólks til að hreyfa sig með fjölbreyttum hætti án þess að vera bundið við íþrótta- eða ung- mennafélag. Leitast var við að opna faðminn fyrir jaðaríþróttum og nýju keppnisformi í mörg- um íþróttagreinum. Lykillinn að breytingunni var tekinn út frá því sjónarhorni að þátttakend- ur hefðu gaman af því að taka þátt í þessum viðburði. Ég hvet félagsmenn til að tjá hug sinn og skoðanir um Landsmótið, og hreyfinguna alla til að vera óhrædda við breytingar enda eru vísbendingar um að slíkt sé framfaraskref og ungmennafélagshreyfingunni til góða. Stjórn UMFÍ ákvað á fundi sínum í desember sl. í ljósi þessa að halda mótið aftur með þessu nýja sniði árið 2020. Unglingalandsmótin hafa haft mikið forvarna- gildi í samfélaginu á liðnum árum. Ég tel að þau þurfi meiri kynningu hjá foreldrum og að- standendum 11–18 ára barna og unglinga, ekki síður en á meðal unglinganna sjálfra. Á hverju ári koma nýir árgangar með þátttökurétt á Unglingalandsmótið og höfða þarf til nýrra foreldra. Samkvæmt könnunum Rannsókna og greiningar hef- ur samvera nemenda í 10. bekk með foreldrum aukist úr 23% í 46% á síðustu 18 árum og notkun áfengis og tóbaks minnkað að sama skapi. Það er í sam- ræmi við kröfur Unglingalandsmót- anna, þ.e. að börn og ungling- ar, sem taka þátt í mótunum, séu í fylgd með foreldrum sínum eða aðstandend- um. Þetta er jákvætt og þörf á að vinna að auk- inni samveru fjölskyldna eins og er á Unglinga- landsmótunum. Því má bæta við, að eftir því sem sömu rannsakendur segja er stóraukin notkun á rafrettum í 10. bekk. Það er mikið áhyggjuefni og því ljóst að íþrótta- og æsku- lýðshreyfingin hefur verk að vinna. Fögnum nýjum tímum Miklar breytingar eru í samfélagi okkar og löndunum í kringum okkur. Breytingarnar eru sérstaklega miklar þegar kemur að samfélags- miðlum, símum og rafrænum samskiptum. Við þurfum að vera vakandi fyrir þessum öru breyt- ingum, vera tilbúin að nýta okkur það sem jákvætt er og sporna óhrædd við því sem nei- kvætt er. Atriðin eru mýmörg; nýjar íþrótta- greinar, nýjungar í líkamsræktarstöðvum, áherslur í mataræði, breytingar í almennings- íþróttum, öðruvísi afþreying sem í boði er og ýmislegt fleira. Mikilvægt er að við höfum augun opin fyrir því sem get- ur komið sér vel fyrir ungmenna- félagshreyfinguna og samfélagið, fyrir félögin og einstaklingana. Það heldur hreyfingunni síkvikri og er sannkölluð ræktun lýðs og lands. Ég óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka samstarfið á liðnu ári. Haukur F. Valtýsson er formaður UMFÍ. Efnisyfirlit 10–11 Ungmennafélögin vinna saman 18–20 Áskorun að vera ekki innan rammans 33 Vilja ekki sjá ofbeldismenn í íþróttum 6 Frábært starf sjálfboðaliða 8 UMSB innleiðir Sýnum karakter 12 Gríðarleg aðsókn að Laugum 14 Hvernig verður þessi framtíð? 20 Hver einstaklingur eins og hann er 22 Komið til móts við iðkendur 23 Urðu að gefa Ronju frelsi 24 Svona eiga samskiptin að vera 26 Allir eru að byggja 32 Nýju persónuverndarlögin veita betri vernd 34 DGI Østjylland og HSK skiptast á hugmyndum 36 Styttist í lög um lýðháskóla 37 Hækka hvatapeninga í Skagafirði 38 Svipmyndir úr starfinu 40 Gerði heimildarmynd um Landsmótin á HSK-svæðinu 42 Algjör sprenging í Grindavík Leiðari BREYTINGAR ERU FRAMFARASKREF 16–17 Gleðin heldur fólki í íþróttum

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.