Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.2018, Side 6

Skinfaxi - 01.04.2018, Side 6
6 SKINFAXI Skinfaxi 4. tbl. 2018 Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags Íslands, hefur komið út samfleytt síðan árið 1909. Blaðið kemur út ársfjórð- ungslega. Tímaritið dregur nafn sitt af hestinum fljúgandi sem dró vagn goð- sagnaverunnar Dags er ók um himin- hvolfið í norrænum sagnaheimi. RITSTJÓRI Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ÁBYRGÐARMAÐUR Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ RITNEFND Gunnar Gunnarsson formaður, Örn Guðnason, Eiður Andri Guðlaugs- son og Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir. UMBROT OG HÖNNUN Indígó. LJÓSMYNDIR Haraldur Jónasson, Gunnar Gunnars- son, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Oscar Rybinski, Eysteinn Auðar Jónsson, Sabína Steinunn Halldórsdóttir o.fl. PRÓFARKALESTUR Helgi Magnússon. AUGLÝSINGAR Styrktarsöfnun. PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja. FORSÍÐUMYND Myndina tók Hafsteinn Snær Þorsteins- son af Hirti Andra Péturssyni og vin- konum hans, þeim Anítu, Lenu og Írisi. Hann æfir fimleika hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ. STJÓRN UMFÍ Haukur Valtýsson, formaður, Örn Guðnason, varaformaður, Hrönn Jónsdóttir, ritari, Guðmundur Sigurbergsson, gjaldkeri, Ragnheiður Högnadóttir, meðstj., Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi, og Jóhann Steinar Ingimundarson, meðstjórnandi. VARASTJÓRN UMFÍ Sigurður Óskar Jónsson, Gunnar Þór Gestsson, Lárus B. Lárusson og Helga Jóhannesdóttir. SKRIFSTOFA UMFÍ/SKINFAXA Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími: 568 2929. umfi@umfi.is – www.umfi.is STARFSFÓLK UMFÍ Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynning- arfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og fram- kvæmdastjóri Landsmóta (með aðsetur á Sauðárkróki), Sabína Steinunn Hall- dórsdóttir, landsfulltrúi og verkefna- stjóri, Ragnheiður Sigurðardóttir, lands- fulltrúi og verkefnastjóri, og Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. UMFÍ Ungmennafélag Íslands, skammstafað UMFÍ, er landssamband ungmenna- félaga á Íslandi. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Sambands- aðilar UMFÍ eru 29 talsins. Í hreyfing- unni eru nú um 160.000 félagar í rúmlega 300 ungmenna- og íþrótta- félögum um land allt. Buðu sjálfboðaliðum í veislu „Öll vinna sjálfboðaliða er okkur mikils virði. Við vildum sýna það í verki og buðum sjálfboðaliðum, sem tengjast stærstu verkefnum okkar, í mat til að sýna þakklæti okkar á Degi sjálfboðaliðans. Þetta tókst svo vel að við stefnum á að gera þetta aftur að ári,“ segir Baldvin Hróar Jónsson, formaður Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum á Vatnsleysuströnd. Í tilefni dagsins var blásið til matarboðs í samkomuhúsinu Álfagerði í Vogum. Yfir 30 manns var boðið til veislunnar, 25 sjálfboðaliðum úr nokkrum verkefnum og stjórn ungmennafélagsins ásamt þjálfurum. Á matseðlinum var lambakjöt með bernaise-sósu. Baldvin segir mikilvægt að sýna sjálfboðaliðum í verki hversu mikil- vægir þeir eru. „Við erum í litlu bæjarfélagi. Það er eins og hjá flest- um barátta að manna stjórnir og fá fólk í ýmis verkefni. Við erum gríð- arlega ánægð með alla þá sem bjóða sig fram og vildum gera vel við þá í tilefni dagsins,“ segir hann og bætir við að matarboðið hafi staðið í um tvær klukkustundir. Allir voru bæði saddir og sáttir. „Það er gaman að geta boðið sjálfboðaliðum upp á eitthvað í staðinn fyrir óeigingjarnt starf. Allir þurfa klapp á bakið. En svo er þetta góður vettvangur til að hittast og efla tengslin,“ segir Baldvin Hróar Jónsson sem hefur setið í stjórn félagsins í þrjú ár, þar af tvö sem formaður. Sigrún Ágústsdóttir ásamt vinkonu sinni, Lovísu Sigurðardóttur, sem stend- ur yfirleitt vaktina með henni í dósahúsinu á þriðjudögum. Ef Lovísa kemst ekki með er ætíð einhver úr körfuknattleiksdeildinni með Sigrúnu. SJÁLFBOÐALIÐINN SKILAR FRÁBÆRU STARFI Geggjað að vera sjálfboðaliði Sigrún Ágústsdóttir hjá körfuknattleiksdeild Þórs í Þorlákshöfn hefur séð um dósahús ungmennafélagsins í bænum hvern einasta þriðju- dag í áraraðir. Dósahúsið er móttökustaður fyrir umbúðir úr plasti til endurvinnslu í Þorlákshöfn. Íbúar í bænum koma þangað með plast- flöskur auk þess sem iðkendur safna flöskum í bænum og koma með í húsið. Sigrún sendir flöskurnar í endurvinnslu og fær greiðslu fyrir sem rennur til deildarinnar. „Starfið hjá ungmennafélaginu í Þorlákshöfn er flott í öllum deild- um. Þar hef ég hlutverk og sinni því. Það er ótrúlega gaman að fá að vera hlekkur í þeirri keðju,“ segir Sigrún sem var gjaldkeri körfu- knattleiksdeildarinnar á árum áður en hefur á hverjum þriðjudegi í 25 ár staðið vaktina í dósahúsinu klukkutíma í senn. Sigrún segir forsögu dósahússins þá að þegar hún var gjaldkeri deildarinnar var alltaf verið að biðja um styrki. Hún hefði fengið veður af því að kaupfélagið, sem þá var í bænum, mætti ekki taka lengur á móti plastflöskum. Hún bar það undir stjórn ungmenna- félagsins hvort hún mætti taka þetta verk að sér. Þar á bæ fannst mönnum það nokkuð viðamikið en Sigrún fór í málið og dósahúsið er nú helsta tekjulind körfuknattleiksdeildarinnar. Lovísa Sigurðar- dóttir, vinkona Sigrúnar, hefur verið með henni í mörg ár. „Þetta er afar gaman og góð fjáröflun,“ segir Sigrún. Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans var 5. desember síðastliðinn. Á þessum degi eru sjálfboðaliðar um allan heim heiðraðir fyrir óeigingjarnt starf sitt. Sjálfboðaliðar eru mikil- vægasti hlekkurinn í starfi UMFÍ. Við heyrðum í tveimur sjálfboðaliðum í tilefni dagsins.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.