Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.2018, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.04.2018, Qupperneq 8
8 SKINFAXI F ramkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar er hæst- ánægður með viðtökur við fræðslufundi um verkefnið Sýnum karakter á dögunum. Hann sér fyrir sér að verkefnið hafi jákvæð áhrif á iðkendur í öllum deildum aðildarfélaganna og að þeir muni notfæra sér það í daglegum störfum í framtíðinni. „Það er mikilvægt að þjálfarar og aðrir sem vinna með krökkum og unglingum séu með leiðarvísi að góðu starfi sem gangi í gegnum allt félagið. Við það verða sömu gildi og skilaboð alls staðar, óháð því í hvaða grein og flokki iðkandi er,“ segir Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB). Hann stóð fyrir fræðslukvöldi í lok nóvember síðastliðins í framhaldi af því að ákveðið hefur verið að innleiða verkfærakistu verkefnisins Sýnum karakter í starf UMSB. Nokkur félög hafa þegar innleitt verkfærakistu Sýnum karakter í starfi sínu en að mismiklu leyti. Á fræðslukvöld UMSB komu stjórnendur aðildar- félaga og hlýddu á erindi fyrirlesara um ýmsar hliðar verkefnisins. Þar á meðal voru þær Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, og Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ, ásamt körfuboltaþjálfaranum Pálmari Ragnars- syni, sem hefur slegið í gegn sem fyrirlesari um jákvæð samskipti og haldið marga fyrirlestra á viðburð um Sýnum karakter. Verkfæri sem nýtist í lífinu Sigurður segir viðtökurnar hafa verið alveg frábærar og ljóst að margir hafi áhuga á verkefninu. „Kvöldið tókst afar vel. Fjöldi fólks mætti og verkefnið fékk mikla athygli. Það þarf að vekja athygli og láta bera á því í stað þess að innleiða það í rólegheitum. Á viðburðinn mættu stjórnar- menn í UMSB og aðildarfélögum, þjálfarar, foreldrar, ömmur og afar og iðkendur sömuleiðis. Þess vegna áttuðu sig fleiri á verkefninu, kostum þess og út á hvað Sýnum karakter gengur. Nú vita það allir og þá verð- ur verkfærakistan eins og gæðahandbók sem hægt verður að vinna með,“ segir Sigurður og bendir á að nú þegar vinni margir þjálfarar með eitt og annað úr verkfærakistu Sýnum karakter. Það sé ómeð- vitað. Núna, þegar búið sé að kynna verkefnið í öllum deildum UMSB og kynna fyrir þjálfurum, iðkendum og foreldrum út á hvað það gangi, átti sig fleiri á kostum þess og hvaða leiðir eigi að fara. Þá séu líka fleiri reiðubúnir til að leggja meira af mörkum, bæði til félagsstarfsins og í þjálfun. Sigurður segir skólastjórnendur hafa komið á fræðslufundinn og strax séð flöt á að nota verkfær- in í skólum sínum. „Það var gaman að sjá íþrótta- kennara og skólastjóra sem geta hugsað sér að nýta verkefnið. Það snýst nefnilega að mörgu leyti um áhugahvöt, markmiðasetningu og fleira í lífinu en íþróttir,“ segir Sigurður. UMSB innleiðir verkfærakistu Sýnum karakter

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.