Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.2018, Page 10

Skinfaxi - 01.04.2018, Page 10
10 SKINFAXI UMSK bauð nýverið stjórnendum úr forystusveit aðildarfélaga til Manchester í Bretlandi til að kynna sér íþrótta- og tómstundastarfið í borginni. Sameiginlegar ferðir auka samstarf félaganna. Næsta stóra verkefnið er þorrablót í janúar. „Sumum finnst undarlegt hversu vel félögin eru að vinna saman. En auð- vitað er það til hagsbóta fyrir alla að gera það. Við getum verið and- stæðingar inni á vellinum en þess utan er samstarf af hinu góða að mínu mati,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri ungmenna- félagsins Breiðabliks í Kópavogi. Félagið hefur tekið upp aukið sam- starf við önnur ungmennafélög í bæjarfélaginu sem eru aðildarfélög Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK).“ Saman yfir sviðakjömmum „Samstarf félaganna er af ýmsum toga. Stærsta verkefnið fram undan er sameiginlegt þorrablót íþróttafélaganna í Kópavogi. Allir miðarnir sem voru í boði á Kópavogsblótið seldust upp á innan við 10 klukkustundum. Til stóð að byrja á því að halda þorrablótið í Smáranum í Kópavogi en salurinn hjá okkur var upptekinn og því var ákveðið að byrja með það í íþróttamiðstöðinni í Kórnum. Það er mjög mikil stemning fyrir þessu og eftirspurnin mikil enda er þorrablótsnefndin komin með biðlista á blótið,” segir Eysteinn og bætir við að nýverið hafi félögin bundist höndum saman um að halda þorra- blót næstu þrjú árin hið minnsta. Hann býst við heilmiklu fjöri og segir lítið mál fyrir Breiðablik að halda þorrablót með fleiri félögum.“ Kynntust á ferðalagi Eysteinn segir meiri hag í samstarfi heldur en að hvert félag vinni í sínu horni, jafnvel í samkeppni við aðra. Það má í raun segja að aukið sam- starf milli félaganna í Kópavogi hafi meðal annars orðið til eftir tvær frábærar ferðir sem farnar voru á vegum UMFÍ og UMSK. Sumarið 2017 fór lykilfólk í stjórnum sambandsaðila UMFÍ og aðildar- félaga þeirra til Álaborgar í Danmörku til að kynna sér landsmót DGI. Fyrr á árinu fékk svo UMSK styrk frá Erasmus-áætlun ESB til að bjóða forsvarsfólki aðildarfélaga til Manchester í Bretlandi, til að kynna sér íþrótta- og tómstundastarf þar í borg ásamt því að heimsækja samtökin Streetgames. Ferðin varð upphafið að verkefni sem hefur þau markmið að draga úr brottfalli, auka virkni og þátttöku í starfi og auka framboð á skemmtilegum verkefnum fyrir alla aldurshópa. „„Það er ekkert launungarmál að samgangur félaganna hefur orðið til þess að fólk innan félaganna fór að kynnast betur. Ferðirnar juku auð- vitað víðsýni og maður lærir alltaf af því að sjá hvað aðrir eru að gera. En stóri plúsinn er sá að í ferðum tengjast stjórnendur íþróttafélaganna betur. Samskiptin verða líka betri og allt öðruvísi þegar fólk hefur kynnst hvert öðru. Þær hafa leitt til samræðna og samvinnu. Við áttuðum okkur auðvitað á því að við erum með fullt af fólki, foreldrum sem eiga börn í nokkrum félögum í Kópavogi. Það er til hagsbóta fyrir alla að vinna saman. Þótt við séum ekki í sama liði stefnum við öll að sama markmiði fyrir íbúa sveitarfélagsins og iðkendur,” segir Eysteinn. Íþrótta- og ungmennafélög í Kópavogi vinna saman

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.