Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.2018, Page 12

Skinfaxi - 01.04.2018, Page 12
12 SKINFAXI Fullbókað hefur verið í Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ að Laugum í Sælingsdal upp á síðkastið. Forstöðukonan segir fólk sækja í dvöl án snjalltækja. „Það er búið að vera alveg brjálað að gera hjá okkur á Laugum. Nú í október voru komnar 2.200 bókanir. Ég hef bara aldrei upplifað annað eins. Skólastjórnend- ur eru enn að hafa samband, spyrja um dvölina hjá okkur og panta viku fyrir nem- endurna,“ segir Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðukona Ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ að Laugum í Sælingsdal. Ungmennabúðirnar hafa verið starfræktar að Laugum frá árinu 2005 og eru þær eitt af stærstu verkefnum UMFÍ. Þar er skipulögð dagskrá fyrir níunda bekk grunnskóla í fimm daga dvöl í senn yfir skólaveturinn. Ungmennabúðirnar eru skilgreindar sem ungmenna- og tómstundabúðir þar sem áhersla er lögð á óhefðbundið nám og félagsfærni. Ungmenni, sem koma að Laugum, taka þátt í starfi búðanna innan- og utandyra og lögð er áhersla á bæði verklega þætti og þjálfun. Nemendum hefur fjölgað á hverju einasta misseri og bóka skólarnir nú dvöl að Laugum mun fyrr en áður. Í vor hafði Anna Margrét bókað 1.700 níundubekkinga á Laugum nú í haust sem er talsverð fjölgun á milli ára og var því fyrir löngu ljóst að aðsókn yrði mjög góð. Anna Margrét segir eitt og annað skýra fjölgunina. Þessi mál voru áður að mestu á vegum foreldrafélaganna en í mörgum skól- um hafa skólastjórnendur nú tekið þau að sér. Við það bætist að skjá- og snjalltækja- notkun hefur aukist mikið í grunnskólum. Telja margir ungmenni hafa gott af því að taka sér frí frá slíkum tækjum. Á Laugum fá gestir einmitt ekki að nota snjallsíma og tölvur. Brjóti þeir þá reglu er tekið á því. „Hjá okkur hvílast börnin betur en heima hjá sér, þau vakna hress og hafa orku fyrir allan daginn. Ég held þess vegna að síma- leysið laði. Hún er svo mikilvæg, öll hvíldin sem börnin fá frá tækjunum,” segir Anna Margrét og viðurkennir að þetta hafi verið annasamt misseri. Ótrúlega mikil aðsókn að Laugum • Stjórn UMFÍ hefur um nokkurt skeið átt í viðræðum við Bláskógabyggð um flutning á Ungmenna- og tómstunda- búðum UMFÍ að Laugarvatni. Viðræður eru langt komnar og munu búðirnar flytja að Laugarvatni sumarið 2019. • Það eru ekki aðeins nemendur í 9. bekk sem sækja í að dveljast á Laugum. Anna Margrét Tómasdóttir forstöðu- kona hefur verið þar frá fyrsta degi ásamt fjölskyldu sinni. Í vetur hófu svo störf þar á nýjan leik Jón Valur Ólafsson og Jóhanna Ösp Einarsdóttir frístundaleiðbeinendur, fimm börnum ríkari. Þau voru einmitt á meðal fyrstu starfsmanna Ungmennabúðanna og byrjuðu árið 2005.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.