Skinfaxi - 01.04.2018, Síða 14
14 SKINFAXI
UMFÍ hefur nú þegar
nýtt sér nokkrar af þessum
sviðsmyndum við ákvarðana-
töku, svo sem með breyting-
um á mótahaldi og áherslum
í núverandi og nýjum verk-
efnum.
Hvað er að frétta af framtíðinni?
Tökum afstöðu
– stöndum saman
Það er gaman að velta því fyrir sér hvaða
afleiðingar þessir straumar og mögulegu
stefnur muni hafa fyrir starfsemi ungmenna-
félaga og hreyfingarinnar allrar. Af þeim
sökum er mikilvægt að spyrja: Hvað viljum
við gera meira? Hvað viljum við ekki
sjá? Hverju viljum við ekki breyta?
Eitt er víst: Það að taka ekki
afstöðu er afstaða.
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á þeim rúm-
lega 110 árum sem liðin eru frá því að Ungmennafélag
Íslands (UMFÍ) var stofnað. Samfélagið mun áfram taka
breytingum. Í því eru fólgin tækifæri og áskoranir. Breytingarnar munu
hafa áhrif á starfsemi og umhverfi ungmenna- og íþróttafélaga, hvort
sem það er vegna frumkvæðis þeirra sjálfra eða utanaðkomandi
aðstæðna. Mikilvægt er því að greina þarfirnar og koma til móts við
óskir iðkenda, félagsmanna og samfélags.
Þegar þessi mál eru skoðuð er mikilvægt að virða fyrir sér það sem
er að gerast umhverfis okkur, ekki aðeins í ungmennafélagshreyf-
ingunni heldur allt í kringum okkur, hérlendis sem erlendis. Við vitum
ekki hvað framtíðin ber í skauti sér eða hvernig starfsemi ungmenna-
og íþróttafélaga muni þróast. En við getum rýnt í aðstæðurnar, skoðað
þarfirnar og unnið saman að því að skoða áherslur og nýjungar sem
létta okkur ákvarðanatöku hvað varðar næstu skref. Hér verður rýnt í
strauma og mögulegar stefnur en ekki er um endanleg svör að ræða.
Allir í sinni
„búbblu“
Mikilvægt er að byggja brýr og vinna
saman. Í veröld, þar sem mjög margir eru
uppteknir í sínum eigin heimi þegar um er að
ræða forsendur og ákvarðanatöku er mikil-
vægt að skoða málin frá fleiri en einu sjónar-
horni, fræðast og deila upplýsingum. Við get-
um öll lært heilmikið á því að skoða
hvernig aðrar deildir innan félagsins
okkar eða fólk í öðrum íþróttagrein-
um eða sem býr annars staðar
leysir einstök mál.
Upplýsingar
strax!
Fólk getur nálgast upplýsingar alltaf og alls
staðar. Staður, tímasetning, aldur og kyn skiptir
orðið litlu máli. Það sem sameinar fólk er áhugamál
þess. Aðgangur að upplýsingum er gríðarlegur og um
leið er augljóst að ýmis mörk eða tengingar eru að hverfa.
Það á við um landamæri og önnur mörk og afmarkanir
sem hingað til hafa verið fyrirframgefnar og ófrávíkjan-
legar í samfélaginu.
Um leið og aðgengi að upplýsingum er algjört er gerð
mikil krafa um svörun. Ófá dæmi eru um það, þegar
tölvupóstar berast seint að kvöldi, að óskað sé
svara samstundis. Það sem er nýtt í dag er
gamalt á morgun. Þegar skýr stefna er til
staðar er einfalt og fljótlegt að svara
í samræmi við hana.
Breyttir
neysluhættir
– sameinum fólk í gleði
Aðgengi að og framboð á íþróttum og hreyfingu hefur
aldrei verið meira og betra en nú. Margir hafa gert heil-
brigt líferni að lífsstíl. Það er ungmennafélagsandinn í hnot-
skurn. Í honum felst að stunda íþróttir og heilsusamlegt líferni
á eigin forsendum með það að markmiði að ná framförum og
bæta sig. Þær hugmyndir munu fá meiri meðbyr þar sem einblínt
er á þátttöku hvers og eins og á eigin forsendum.
Ein af kröfum nútímans er að iðkendur vilja sníða upplifun sína að
eigin þörfum, á eigin forsendum. Þeir vilja stunda þá íþrótt sem
þeir vilja, þegar þeir vilja. Þessi þróun er í algjöru samræmi við
það sem við sjáum í þróun sjónvarps (Netflix) og í matarinn-
kaupum heimilanna (Eldum rétt og álíka kostir). Áhugavert
verður að fylgjast með því hvernig ungmenna- og
íþróttafélög muni laga sig að óskum iðkenda um
einstaklingsmiðaðri og sveigjanlegri þjónustu.
Sum félög hafa tekið fyrstu skrefin í
þá átt.
Breytt sam-
félag – Allir með
Íslenskt samfélag er fjölbreyttara en
nokkru sinni fyrr. Áfram verður lögð
áhersla á breiðari þátttöku og fleiri raddir
sem þarf að hlusta á. Það felur í sér að
staðlaðar ímyndir eru á undanhaldi og
jafnrétti verður í forgrunni. Eins er rætt um
að ókynbundnar íþróttir muni ryðja sér
til rúms og að fatlaðir og ófatlaðir
taki saman þátt í íþróttum í
meira mæli.
Nýjar
íþróttagreinar
Nýjar íþróttagreinar munu spretta upp.
Meðal þeirra eru rafíþróttir sem hafa eflst
gífurlega hratt á meginlandi Evrópu að undan-
förnu. Víst er að raunveruleiki okkar mun renna
að einhverju leyti saman við hinn rafræna heim,
óháð því hvaða grein er um að ræða. Fleiri
munu nýta sér rafræn verkfæri og eiga sam-
skipti við og í gegnum hin ýmsu öpp. Mikil
framþróun og nýjar áherslur munu fylgja
þessum rafrænu áherslum sem félög
innan UMFÍ hafa mörg hver nú
þegar tileinkað sér að
einhverju leyti.