Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2018, Síða 16

Skinfaxi - 01.04.2018, Síða 16
16 SKINFAXI „Það er mikilvægt að hafa gaman af íþróttum, að njóta þess að hreyfa sig. Það eykur einkum líkurnar á því að unglingar haldi áfram í íþróttum. Áhrifin geta haft jákvæð áhrif fyrir mannkynið,“ segir Kanadamaðurinn Jeffrey Thomson. Hann hefur unnið í um 40 ár með ungmennum og helg- að líf sitt gerð fræðsluefnis og aðferða sem stuðla eiga að betra utanum- haldi með ungmennum og íþróttaiðkunum þeirra. Jeffrey Thomson hefur um árabil verið þekktur á sviði fimleika fyrir ráð- gjafarstörf sín. Jeffrey hefur unnið mikið fyrir Alþjóðafimleikasambandið (FIG). Hann kom meðal annars hingað til lands í ágúst sl. og hélt fyrirlest- ur um hið einstaka viðfangsefni að vinna með unglingum, áskoranir og úrlausnir. Jeffrey hefur í gegnum tíðina ferðast þvert og endilangt um heiminn, bæði fyrir fimleikaheiminn og sem ráðgjafi. Í starfi hans felst meðal ann- ars að hjálpa stjórnvöldum við að byggja upp fræðsluáætlanir og stefn- ur sérsambanda víða um heim sem stuðla eiga að betra utanumhaldi íþróttaiðkunar ungmenna. Þegar ritstjóri Skinfaxa náði tali af Jeffrey um miðjan nóvember var hann að undirbúa sig fyrir fimleikamót í Þýskalandi. Þekktu líkama þinn Jeffrey Thomson segir horfurnar í lýðheilsu um heim allan ekki upp á marga fiska. Fólki, sem glímir við ofþyngd og lífsstílstengda sjúkdóma, fjölgar stöðugt. Það er sístækkandi baggi á heilbrigðiskerfum helstu landa, ekki aðeins þeirra sem alla jafna teljast til Vesturlanda heldur einnig í Rússlandi, austur í Kína og fleiri löndum. Kostnaður í kerfunum eykst, álagið sömuleiðis og óheilbrigður lífsstíll hefur íþyngjandi áhrif á kerfið allt. Þetta hefur neikvæð áhrif á efnahag viðkomandi þjóða enda verð- ur rekstur heilbrigðiskerfis dýrari vegna lífsstílstengdra vandamála. Úr þessu þarf að bæta, segir hann. Jeffrey segir úrlausn ofangreinds vandamáls áskorun framtíðarinnar. Lausnina sér hann í því að gera íþróttir skemmtilegri og auka líkams- og hreyfigreind iðkenda, það er að segja að auka þekkingu þeirra á því hvað þeir geti og hvernig þeir geti notað líkama sinn. Þetta telur hann geta fjölgað þeim sem stundi íþróttir fram á fullorðinsár og líka fjölgað í hópi fullorðinna iðkenda. Þótt sérsvið Thomsons sé fimleikar vill hann ekki gera of mikið úr þeirri grein sem lyklinum að líkamsgreind. Kostinn við fimleika segir hann engu að síður vera þann að greinin snúist um liðleika, líkamslæsi, samhæfingu, styrk og rýmisskynjun. Þá séu í fimleikum markvisst kennd atriði sem bæti styrk, jafnvægi, sveigjanleika og auki líkamsgreind iðkenda. „Það skiptir ekki máli hvaða íþrótt barnið eða unglingurinn stundar. Kosturinn við fimleika er sá að þar öðlast iðkendur hæfni til að læra á líkama sína í gegnum leik. Þeir þurfa að reyna á sig. Við það verður námið skemmtilegt og næstum ómeðvitað. Þetta er auðvitað hægt að gera í fleiri greinum eins og parkour sem reyndar er grein skyld fimleik- um. Eftir því sem börnin þroskast eykst auðvitað hættan á að þau hætti í íþróttum. Það gerist iðulega í kringum eða eftir 14 ára aldurinn. Ástæð- urnar eru eðlilegar. Þá á námið huga þeirra, þau eru farin að hugsa um annað og eiga sér fleiri áhugamál. Það sem við þurfum að gæta – og líkamsgreind úr æsku getur stuðlað að – er að ungmenni hugi að heils- unni, lifi heilbrigðu lífi og haldi helst áfram í íþróttum með einhverjum hætti. En það sem skiptir máli er að börn og ungmenni læri á líkama sinn, öðlist líkamsgreind, áður en þau fara út á alvarlegri og afreksmið- aðri brautir í íþróttum,“ segir Thomson. Kommúnistaríkin til fyrirmyndar Eins og áður segir hefur Jeffrey Thomson unnið lengi að uppbyggingu fræðsluáætlana fyrir stjórnvöld. Slíkt hefur hann gert bæði í Kína og í fyrrum Sovétríkjunum. Hann segir barna- og unglingastarf þar til fyrir- myndar. „Mér sýnist að þar sem miðstýrt vald er við lýði séu möguleikarnir meiri. Ég hef unnið lengi með stjórnvöldum í Kína. Þar gerir fólk sér líka grein fyrir vandanum. Stjórnvöld þar standa frammi fyrir því að á næstu árum muni einn milljarður íbúa hreyfa sig minna og eiga á hættu að búa við mun verri lífsgæði og verða byrði á heilbrigðisþjónustunni. Stjórnvöld í Kína ætla að spyrna á móti þessari þróun og innleiða í skólakerfið úrræði sem eiga að fjölga þeim sem hreyfa sig og eiga að auka líkamsgreind þeirra. Kínverjar vona að þetta skili því að færri landar þeirra þjáist af ofþyngd og heilsubresti fyrir aldur fram,” segir Jeffrey Thomson og ítrekar að þær þjóðir sem gjarnan er minnst með Segir gleðina halda fólki í íþróttum Kanadískur sérfræðingur segir mikilvægt að kenna börnum og ungmennum að læra á líkama sinn. Ánægjan af því að hreyfa sig geti dregið úr brottfalli barna úr íþróttum.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.