Skinfaxi - 01.04.2018, Síða 21
SKINFAXI 21
I
ðkendum fjölgar sem koma út á barns- og unglingaaldri sem trans.
María Helga Guðmundsdóttir er landsliðskona í karate
og formaður Samtakanna ‘78. Hún hefur haldið fyrirlestra um
íþróttir án hinsegin fordóma og segir mikilvægt að íþróttafélög
velti því fyrir sér hvernig best megi taka á móti transbörnum.
„Við vitum að sífellt fleiri einstaklingar koma út sem trans sem ungling-
ar og jafnvel fyrr. Það þýðir að æ fleiri iðkendur í íþróttum og tómstund-
um munu koma út sem trans. Þó ekki séu enn margir þjálfarar sem hafa
fengið til sín transiðkanda þá er aðeins tímaspursmál hvenær þeim fjölg-
ar. Mörg félög hafa ekki haft tækifæri til að velta fyrir sér þeiri spurningu
hvernig best megi taka á móti þessum iðkendum þegar þar að kemur,“
segir María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ‘78.
María Helga segir mjög algengt að foreldrar transbarna hafi sam-
band við samtökin til að fá ráðleggingar. „Við erum með ráðgjafarþjón-
ustu þar sem við bjóðum upp á ráðgjöf fyrir hinsegin fólk, aðstandendur
og fagaðila. Þar koma upp margs konar mál, fyrst og fremst þau sem
snúa að heimili og skóla en einnig tómstundum og íþróttum,“ segir hún
en bætir við að góðu fréttirnar séu þær að íþróttahreyfingin þurfi ekki
að finna upp hjólið í þessum málum.
„Ísland er ekki fyrsta landið í heiminum þar sem transfólk stígur fram,
hvað þá transíþróttafólk. Víða er verið að þróa regluverk og ramma
um málefnið og til eru reglur bæði frá Alþjóða Ólympíusambandinu
og hjá ýmsum landssamböndum um keppnisþátttöku í kynjaskiptum
flokkum,“ segir hún.
Mikilvægt að sýna hverjum iðkanda virðingu
Eitt meginhlutverk íþróttahreyfingarinnar er að efla og styrkja ungt
íþróttafólk og María Helga segir það sama eiga við um transbörn og
önnur börn.
„Það þarf að taka á móti hverjum einstaklingi eins og hann er og
skapa honum vettvang til að vaxa og dafna á sínum forsendum. Við ráð-
leggjum þjálfurum að hlusta, taka það sem iðkandinn hefur að segja um
sig og sína sjálfsmynd til greina, sýna honum skilning og virðingu og
Tökum á móti hverjum einstaklingi eins og hann er
fara í gegnum þann aðbúnað sem þarf mögulega að vera til staðar
fyrir iðkanda, sem dæmi búningaaðstöðuna.“
María Helga hefur mikla reynslu af heimi íþróttanna sem iðkandi og
þjálfari og af félagsstarfi og hefur haldið fyrirlestra um íþróttir án hinseg-
in fordóma hjá ÍSÍ og KSÍ. „Það eru ávallt mjög góðar umræður sem við
eigum við þjálfara og starfsfólk íþróttafélaga,“ segir hún og telur að
það myndi hjálpa til ef hinsegin hreyfingin og íþróttahreyfingin gætu
unnið saman að því að útbúa samhæfðar leiðbeiningar fyrir íþrótta- og
ungmennafélög, um rétt viðbrögð við iðkendum á jaðrinum.
„Það skiptir öllu máli fyrir hinsegin samfélagið og samfélagið allt að öll-
um líði vel í íþróttum og að þeir fái tækifæri til að dafna þar,“ segir hún.
ÞÁTTTAKENDUR Á LANDSMÓTINU 2018
VORU 1.032
AF ÞEIM VORU
496 KARLAR
536 KONUR
FJÖLDI ÞÁTTTAKENDA:
17–25 ÁRA: 178
26–35 ÁRA: 178
36–45 ÁRA: 161
46–55 ÁRA: 142
56–65 ÁRA: 121
66–75 ÁRA: 161
76 ÁRA OG ELDRI: 91