Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2018, Síða 22

Skinfaxi - 01.04.2018, Síða 22
22 SKINFAXI Ástundun venjulegra félagslegra athafna eins og að fara í sund eða stunda aðrar íþróttir getur orðið flókin og erfið fyrir fólk sem upplifir sig öðruvísi en aðra eða að aðrir upplifi þá sem öðruvísi. Anna Guðrún Norðfjörð segir í MA-ritgerð sinni í félagsráðgjöf til starfsréttinda, að transeinstaklingar séu hópur sem finnur oft fyrir félags- legri mismunun, fordómum og útilokun í samfélaginu. Þeir verði reglu- lega fyrir fordómum sem geta lýst sér með margs konar áreiti, allt frá niðrandi ummælum til alvarlegs ofbeldis. Ástundun ýmissa félagslegra athafna getur orðið erfið, til að mynda getur það orðið flókið að stun- da sund eða aðra íþrótt vegna hræðslu við áreiti í búningsklefum. Í ritgerð Önnu Maríu Hoffmann Guðgeirsdóttur um upplifun trans/ kynsegin barna segir að nokkrar sundlaugar og íþróttahús/líkams- ræktarstöðvar á Íslandi séu komnar með einstaklingsklefa sem transfólk getur notað. Fólkið fær lykil í afgreiðslunni. Höfuðborgarsvæðið er í fararbroddi með þessa klefa. Miklar vonir eru bundnar við að slíkir klefar komi víðs vegar um landið svo transfólk geti nýtt sér þjónustu þessara staða eins og aðrir. Hvar kemst ég í klefa? Á vefsíðu Félags transeinstaklinga á Íslandi er að finna lista yfir þá staði sem eru með aðgengi fyrir transfólk, sérstaklega þá sem eru með skipti- klefa í sundi eða fyrir aðrar íþróttir. Þar er athygli vakin á því að viti fólk um íþróttafélög sem leggja sig fram við að bjóða transfólk velkomið til sín eða sundstaði sem eru með einstaklingsklefa sem transfólk getur not- að þá er viðkomandi beðinn um að senda línu á stjorn@transisland.is. Á listanum er að finna átta sundlaugar og líkamsræktarstöðvar þar sem boðið er upp á einstaklingsklefa og vel tekið á móti transeinstak- lingum. Nóg er biðja um lykil að klefanum í afgreiðslu. Komið til móts við iðkendur Höfuðborgarsvæðið • Laugardalslaug • Sundhöllin • Árbæjarlaug • Grafarvogslaug • Seltjarnarneslaug • World Class Seltjarnarneslaug Kópavogur Reykjanes • Salalaug • Bláa Lónið Lista yfir staði með einstaklingsklefa/ intersexklefa er að finna á síðu Félags transeinstaklinga á Íslandi (www.trans.samtok78.is).

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.