Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2018, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.04.2018, Blaðsíða 23
 SKINFAXI 23 Ronja Sif Magnúsdóttir er sjö ára transstelpa sem býr með for- eldrum sínum og tveimur systkinum á sveitabæ í Flóahreppi. Ronja hefur æft bæði fimleika og frjálsar. Fjölskylda Ronju hefur mjög góða reynslu af viðbrögðum ungmennafélaganna sem hún æfir hjá. Ronja var aðeins fjögurra ára gömul þegar hún kom út sem trans. „Hún sýndi alltaf greinilega að hún vildi vera stelpa, stalst í fataskáp systur sinnar og gekk um með buff á hausnum sem hún lét okkur setja í teygju eins og sítt hár. Við töluðum við Samtökin `78. Þar fengum við staðfest- ingu á því að þetta væri skólabókardæmi um trans og að við ættum að gefa henni frelsi,“ segir Stefanía Ósk Benediktsdóttir, móðir Ronju. Hún segir að vissulega hafi þetta verið erfitt ferli enda hafi þau for- eldrarnir um tíma orðið að syrgja þá framtíðarsýn sem þau höfðu fyrir strákinn Aron Frey. Fjölskyldan fékk góðan stuðn- ing úr nærumhverfi sínu. „Leikskól- inn tók rosalega vel á þessu og skipti strax um nafn á hólfinu henn- ar og í tölvukerfinu. Það sama var uppi á teningnum í skólanum. Þar var tekið afskaplega vel á móti okk- ur og við fengum að ráða sjálf hvernig sund- og íþróttatímum yrði háttað,“ segir Stefanía en Ronja fer alltaf í klefa með stelp- unum. Ronja æfði fimleika síðasta vet- ur með Ungmennafélagi Stokks- eyrar. Í vetur æfir hún frjálsar íþrótt- ir með Ungmennafélaginu Þjót- anda í Flóahreppi. „Á báðum stöð- um var frábærlega tekið á málum og hún fær að æfa með stelpunum,“ Urðu að gefa Ronju frelsi segir Stefanía og bætir við að Ronju líði alltaf vel á æfingum, sérstak- lega hafi hún blómstrað í fimleikunum í fyrra. „Henni er alltaf vel tekið af æfingafélögum sínum. Líklega hjálpar það líka til að hún var svo ung þegar hún kom út og fæst börnin muna eftir henni sem strák.“ Þjálfarar og kennarar fái fræðslu Stefanía hefur þó örlitlar áhyggjur af því hvað gerist við kynþroskaaldur þegar líkami Ronju breytist, en henni er ekki heimilt að fara í aðgerð fyrr en hún verður sjálfráða. „Maður vonar að þá verði tímarnir breyttir enda er vitneskja fólks um trans alltaf að aukast.“ En hvernig finnst henni að íþróttafélögin eigi að taka á málum tengd- um transbörnum? „Það á bara að taka á móti þeim eins og öllum öðrum og samþykkja þau eins og þau eru,“ segir hún og telur mikilvægt að þjálfarar líkt og kennarar fái fræðslu um hvað það sé að vera trans. Ronja ásamt fjölskyldu sinni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.