Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.2018, Qupperneq 25

Skinfaxi - 01.04.2018, Qupperneq 25
 SKINFAXI 25 Allt frá árinu 2012 hafa verið í gildi innan Æskulýðsvettvangsins siða- reglur sem starfsfólk og sjálfboðaliðar eiga að fara eftir í starfinu og utan þess. Þær snúa meðal annars að samskiptum, en markmiðið með þeim er að byggja upp góð samskipti og góða menningu innan þeirra félagasamtaka sem saman mynda Æskulýðsvettvanginn og stuðla þannig að heilbrigðu, uppbyggjandi og vönduðu starfi með börnum og ungmennum. Hér á eftir fara nokkrar mikilvægar siðareglur sem nauðsynlegt er að allir ábyrgðaraðilar fari eftir í starfinu. Allar siðareglur Æskulýðsvettvangsins má finna á aev.is Starfsfólk eða sjálfboðaliðar, sem ráðnir eru til að starfa með börnum, skulu hæfir til þess. Ávallt skal leita eftir samþykki þeirra sem hyggjast hefja störf um leyfi fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá. Starfsfólk og sjálfboðaliðar skulu ekki mismuna börnum og ungmennum með orðum eða hegðun á grundvelli þjóðernis, uppruna, kynþáttar, litar- háttar, kyns, aldurs, trúarbragða, skoðana, kyn- hneigðar, fötlunar, efnahags, ætternis eða stöðu að öðru leyti. Starfsfólk eða sjálfboðaliðar skulu ekki misnota stöðu sína á neinn hátt, svo sem líkamlega, andlega eða kynferðislega þegar kemur að samskiptum við þátttakendur eða annað starfsfólk og sjálfboðaliða. Starfsfólk og sjálfboðaliðar skulu sinna þátttak- endum af alúð í starfi en halda sig í faglegri fjarlægð utan viðburða og forðast náið samband. Starfsfólk og sjálfboðaliðar skulu aldrei hafa frum- kvæði að samskiptum við þátttakendur nema slíkt sé í tengslum við þátttöku barns og unglings. Starfsfólk og sjálfboðaliðar skulu aldrei stofna til óviðeigandi sambands við börn og ungmenni sem eru þátttakendur í starfi. Starfsfólk og sjálfboðaliðar skulu forðast þá aðstöðu að vera ein með þátttakanda. Einelti skal aldrei liðið og skal starfsfólk og sjálfboða- liðar leitast við að koma í veg fyrir hvers konar ofbeldi, svo sem andlegt, líkamlegt og/eða kynferðislegt. Hafa skal í huga að mörk einstaklinga eru mismunandi og ber að virða þau. Varast skal hvers konar snertingu sem gæti leitt til misskiln- ings í samskiptum við börn, ungmenni og sam- starfsfólk. Starfsfólk og sjálfboðaliðar skulu huga að ábyrgum rafrænum samskiptum og netnotkun við þátttakend- ur. Forðast skal að eiga samskipti í gegnum síma og samskiptasíður á internetinu nema í tengslum við þátttöku barna í viðburðum. Aldrei skal stefna heilsu eða öryggi þátttakenda í hættu. Ávallt skal sýna fyllstu aðgát og varkárni í starfi og koma í veg fyrir að börn lendi í aðstæðum sem þau ráða ekki við. Gerist aðili brotlegur við ofangreindar reglur er heimilt að vísa honum úr starfi, tímabundið eða að fullu.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.