Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.2018, Page 26

Skinfaxi - 01.04.2018, Page 26
26 SKINFAXI Nýr upphitaður gervigrasvöllur með flóðlýsingu var tekinn í notkun á íþróttavellinum á Sauðárkróki um svipað leyti og Landsmótið hófst þar í júlí sl. Biðin eftir vellinum hafði verið löng og rætt var um hvort reisa ætti frekar fjölnota íþrótta- hús. Völlurinn léttir á álagi vegna æfingatíma í íþróttahúsinu og þess er vænst að völlurinn bæti verulega alla íþróttaaðstöðu í bænum. „Ég er búin að bíða eftir þessum velli næst- um því alla ævina,“ segir Dúfa Dröfn Ásbjörns- dóttir, varaformaður Tindastóls, íþróttakennari við Árskóla á Sauðár- króki og leikmaður með meistaraflokki kvenna í körfubolta á Króknum. Hún hóf að æfa á vellinum fimm ára gömul og segir hann fyrir löngu hafa verið úr sér genginn. Gervigrasið sé því kærkomið. Dúfa kynntist því hvernig er að spila á gervigrasvelli í Smáranum í Kópavogi fyrir nokkrum árum og hana dreymdi um að sjá slíkt á vellin- um á Króknum. Hún tengist á margan hátt íþróttaaðstöðunni á Sauðár- Ráðist hefur verið í heilmikla uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá sambandsaðilum UMFÍ víða um land upp á síðkastið. Mörg stór verkefni eru líka á teikniborðinu sem geta ýtt undir og stuðlað að því að stórbæta alla aðstöðu til íþróttaiðkunar. Hér verður litið á nokkur verkefni sem eru komin mislangt, sumum er lokið, önnur eru á lokastigi og enn önnur í bígerð. Mikið að gerast í íþróttamálum króki, sem bæði kennari og leikmaður. Hún segir að þótt íþróttahúsið sé gott sé langt síðan það hætti að anna eftirspurn og var slegist um lausa tíma í því. Á vetrum hafi hún þurft að senda skólabörn inn í húsið sem var upptekið og láta þau hlaupa hring eftir hring á áhorfendapöll- unum í allt að tvo mánuði á ári. Dúfa segir fólk vera að læra á nýja völlinn og glíma við eðlilega byrjunarörðugleika eins og að velta því fyrir sér hversu mikil lýsing eigi að vera á honum, hvað hann þurfi að vera heitur og svo framvegis. Þótt hiti sé í undirlaginu ráði það ekki við allt. Þegar viðtalið við hana var tekið hafði verið 15 gráðu frost og hitinn ekki náð að bræða sig í gegn- um snjóinn. Hún reiknar með að völlurinn komist í fulla notkun strax vorið 2019 og þá geti íþróttafólk og skólabörn byrjað að æfa sig og læra að nota hann. „Á gamla grasvellinum náðu krakkarnir aldrei fullri spyrnu og þurftu að halda aftur af sér. Það verður gaman að sjá næsta sumar hvort nýi völlurinn muni ekki hafa breytingar í för með sér, bæta snerpu og leik- skilning. Ég held að breytingin verði meiri en fólk gerir sér í hugarlund,“ segir Dúfa. Sauðárkrókur: Gervigrasvöllurinn á Sauðárkróki Dúfa væntir mikils af nýja gervigrasvellinum á Sauðárkróki.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.