Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2018, Síða 28

Skinfaxi - 01.04.2018, Síða 28
28 SKINFAXI Grindavík: Enn bætt við aðstöðuna Framkvæmdir hófust við nýtt íþróttahús í Grindavík í apríl á þessu ári. Undirbúningur hefur staðið lengi yfir en verkefnisnefnd íþrótta- mannvirkja var skipuð árið 2014. Húsið verður tekið í notkun í áföngum en áætluð verklok eru haustið 2019. Íþróttahúsið verður um 2.500 fermetrar og samanstendur af fjölnota bardagasal, sjoppu, geymslum og íþróttahúsi en þar fær fimleikadeildin stærri aðstöðu. „Þetta verður frábær viðbót við húsið sem var tekið í notkun árið 2015,“ segir Hadda Guðfinns, starfsmaður Ungmennafélags Grinda- víkur. „Það er búið að vera púsluspil að koma öllum greinum í eitt hús.“ Draumar sem rætast Fyrsta skóflustunga var tekin að fimleikahúsi við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum í nóvember. Húsið verður með 1.000 fermetra íþróttasal sem sérútbúinn verður til fimleikaiðkunar, ásamt fjórum hlaupabrautum og stökkgryfju til æfinga í frjálsum íþróttum. Gert er ráð fyrir að byrjað verði á því að reisa undirstöður vorið 2019. Forystufólk íþróttafélagsins Magna á Grenivík hafa lagt drög að undirbúningi tæplega 500 metra vallarhúss. Félagið mun deila húsinu með Björgunarsveitinni Ægi. Þar verður öll aðstaða fyrir íþróttafélagið, skrifstofa, veitingasala og búningsaðstaða fyrir bæði lið og dómara. „Þetta verður mikil búbót fyrir Magna og hreppinn því að við höfum aldrei verið með okkar eigin aðstöðu,“ sagði Gísli Gunnar Oddgeirsson, framkvæmdastjóri Magna, þegar Skinfaxi tók hús á hon- um í sumar. Þar á bæ veigra menn sér ekki við stórframkvæmdum. Skemmst er að minnast þess að þegar knattspyrnulið Magna komst í Inkasso-deildina haustið 2017 lét framkvæmdastjórinn þau boð út ganga að KSÍ gerði kröfu um stúku á vellinum fyrir áhorfendur. Sjálfboðaliðar fylktu liði og smíðuðu stúku á hálfum mánuði sem rúmar alla bæjarbúa. Ísafjörður: Reisa reiðhöll í sjálfboðavinnu Félagsmenn Hestamannafélagsins Hendingar á Ísafirði hafa síðast- liðið ár unnið að því að reisa reiðhöll inni í Engidal. Skóflustunga var tekin í lok júní sumarið 2017 og er stefnt á að nota húsið í vetur. „Við erum búin að reisa alla burðargrind en eigum eftir að klæða hana. Það er komin húsmynd á þetta. En það er kominn vetur og farið að þrengja að okkur. Þá gengur allt hægar,” segir Marinó Hákonarson, formaður hestamannafélagsins. Félagsmenn í Hendingu eru um 50 og halda um 30 félagar 110 hross í Engidal yfir veturinn. Félagsmenn voru fleiri á árum áður. Þeim hefur fækkað nokkuð, ekki síst vegna aðstöðuleysisins. Nýja húsið mun breytta allri aðstöðu hestamannafélagsins, bæði til æfinga og kennslu. Áður var aðeins hægt að halda námskeið á vorin og haustin. Nú verður það hægt árið um kring. Félagsmenn Hendingar hafa beðið eftir góðri aðstöðu í meira en ára- tug. Félagið hafði áður aðstöðu í Búðartúni í Hnífsdal en missti hana við gerð Bolungarvíkurganga árið 2007. Bygging reiðhallarinnar er hluti af samkomulagi sem forystumenn hestamannafélagsins gerðu við Ísa- fjarðarbæ árið 2017, eftir áralangar samningaviðræður. Samkomulagið fól í sér að Ísafjarðarbær og Hestamannafélagið Hending stofnuðu einkahlutafélag um framkvæmdina sem sér um að reisa og reka reiðhöll- ina með sama hætti og önnur íþróttamannvirki í sveitarfélaginu. Ísafjarð- arbær leggur til 30 milljónir króna í verkið eða sem nemur um 49% af heildarkostnaði. Vegagerðin greiðir svo hestamannafélaginu 20 milljón- ir króna í bætur sem er hlutur þess í verkinu. Marinó segir gert ráð fyrir því að heildarkostnaður við verkið geti orð- ið um 100 milljónir króna. Hestamannafélagið ætli hins vegar að ná kostnaðinum niður í um 60 milljónir. Það getur orðið að veruleika með fjölda sjálfboðaliða sem hafa lagst á árarnar og komið húsinu upp. „Við eigum mikið af harðduglegu fólki sem hefur farið í þetta. Það er gaman í góðu veðri,“ segir Marinó og reiknast til að um 600–800 vinnu- stundir séu eftir til að búa til skjól fyrir vetrinum í nýju reiðhöllinni í Engidal. Hestamenn á Ísafirði eru nú loks að sjá fyrir endann á 10 ára aðstöðuleysi sem hefur sett skorður við starfsemi félagsins. Með tilkomu íþróttahússins verður unnt að koma öllum íþróttagreinum í eitt hús í Grindavík. ÚTGÁFA HANNAÐ: MÆLIKVARÐI TEIKNAÐ: YFIRFARIÐ: TEIKNINÚMER SAMÞYKKT: KENNITALA: AÐALHÖNNUÐUR DAGS. BLAÐSTÆRÐ A B C D E F G H A B C D E F G H 1 3 18911 41 3 2 15678911 4567 2 A1 Vistað Útprentun: Sýndur á teikningu 17.5.2018 18:39:59 1706 07 05/16/18 Checker Author Designer Unnamed Tjarnarbraut 26 700 Egilsstöðum Íþróttamiðstöðin Egilsstöðum Approver 05/16/18 Útg. Dags. Skýring Br.af: Yfirf. 1 : 100 Austur 1 1 : 100 Norður 2 1 : 100 Vestur 3 Fimleikahús við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.