Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.2018, Page 33

Skinfaxi - 01.04.2018, Page 33
 SKINFAXI 33 Körfuknattleiksdeild Hattar á Egilsstöðum rak nýverið leikmann sem braut af sér utan vallar. Formaður deildarinnar segir félög verða að hafa gildin í heiðri frekar en árangur á vellinum. „Það kom ekkert annað til greina. Við gátum ekki lagt gildin okkar til hliðar þótt leik- maðurinn hafi verið sterkur inn- an vallar,“ segir Ásthildur Jónas- dóttir, formaður körfuknattleiks- deildar Hattar á Egilsstöðum. Félagið leysti í desember lithá- íska leikmanninn Pranas Skur- dauskas undan samningi vegna ofbeldisfullrar hegðunar. Mál hans kom til meðferðar hjá lögreglu. Skurdauskas er reynslubolti á vellinum, hefur leikið í Austurríki, á Ítalíu auk heimalandsins. Ásthildur segir hann hafa verið góðan inni á vellinum enda skorað að meðaltali 10,3 stig í leik. Þrátt fyrir góða leiki og erfiðar viðureignir liðsins fram undan hafi ekkert annað komið til greina en að leysa leikmanninn undan samningi. „Stjórn deildarinnar var sammála um það að hún samþykki ekki svona háttsemi leikmanna hjá félaginu/deildinni. Þetta kom flatt upp á liðsfélaga hans en það kom ekki annað til greina. Við vildum ekki leggja gildin til hliðar til að tryggja árangur liðsins,“ segir Ásthildur sem hefur ekki fengið neitt nema jákvæð viðbrögð við ákvörðun stjórnar körfuknattleiksdeildar Hattar. Vilja ekki sjá ofbeldismenn í íþróttum „Það er ánægjulegt að sjá stjórnendur taka af skarið og hafa gildi ungmennafélagshreyfingarinnar í heiðri í stað þess að horfa á árangur liðsins til skamms tíma. Jákvæðu áhrifin verða meiri til lengri tíma litið,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri UMFÍ. Hún bendir á að mikil og jákvæð bylgja hafi farið um íþróttahreyfinguna. Það séu áhrif #metoo-byltinga- innar sem hafi valdið því að fleiri þora að stíga fram og tjá sig ef á þeim er brotið. Stjórnendur íþróttafélaga hafi líka fengið kjark til að taka erfiðar ákvarðanir liðum sínum til heilla eins og hjá Hetti á Egilsstöðum. Hlíðasmári 6 Kópavogi 510 7900 Bílrúður - Bílalakk PANTONE 570 PANTONE 7635

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.