Skinfaxi - 01.04.2018, Side 34
34 SKINFAXI
Dagana 12.–16. september síðastliðinn fór fimmtán manna
hópur frá Ungmennafélagi Selfoss, Héraðssambandinu
Skarphéðni (HSK), UMFÍ, Golfklúbbi Selfoss og Sveitar-
félaginu Árborg í heimsókn til Árósa í Danmörku. Heim-
sóknin var liður í evrópsku samstarfsverkefni þessara aðila og DGI
Østjylland. Sextán manna hópur frá DGI Østjylland kom síðan til
Selfoss og dvaldi þar dagana 21.–25. nóvember sl.
Meginmarkmið verkefnisins var að fá nýjar hugmyndir og aðferð-
ir til að vinna með ungu fólki í íþróttum, meðal annars til að draga
úr brottfalli úr íþróttum og finna leiðir til að fá fleiri börn til að stunda
þær. Einnig var markmiðið að bæta gæði í starfi og gera það skil-
virkara, ásamt því að byggja brýr milli sambærilegra stofnana í
Árósum og Árborg til frekari samskipta og aukinnar þekkingar.
Stíf dagskrá var í báðum ferðunum með fjölda fyrirlestra um ýmis-
legt er tengist starfinu. Íþróttamannvirki voru skoðuð, stofnanir heim-
sóttar og fengu fulltrúar ýmissa íþróttagreina kynningu hjá sambæri-
legum félögum í báðum löndum. Verkefnið var unnið með Erasmus+
styrk frá Evrópu unga fólksins.
Íslenski hópurinn í skoðunarferð ásamt
dönskum ungmennafélögum frá DGI Østjylland.
Danski hópurinn ásamt nokkrum
Íslendingum í heimsókn í skrifstofu UMFÍ í Reykjavík.
Árborg – Árósar
samstarfsverkefni íþróttahreyfinga:
Aukin þekking og nýjar
hugmyndir í vinnu með ungu fólki
Draumur sem varð að veruleika
„Það var virkilega gaman að sjá þetta verkefni verða að veruleika.
Þetta var gamall draumur sem rættist,“ segir Örn Guðnason, fyrr-
verandi stjórnarmaður í HSK og forsprakki verkefnisins. „Við sáum
fullt af áhugaverðum hlutum í Árósum og eigum eftir að vinna úr
því. Eins voru Danirnir afar ánægðir með heimsóknina til Íslands.“
Getum margt lært af Dönunum
„Það var áhugavert að kynnast störfum sambærilegra samtaka og
HSK. Ég hef áður farið í kynnisferðir til Danmerkur, en þá til höfuð-
stöðva DGI. Það er margt sem við getum lært af Dönunum, enda
eru þeir með á fimmta tug manna í vinnu við að þróa og bæta
starfið. Ég get sem dæmi nefnt aðkomu og aðstoð heildarsamtak-
anna við kynningarmál og notkun samfélagsmiðla,“ segir Engilbert
Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK.
Áhugaverð tengsl hafa myndast
„Það sem var áhugaverðast í verkefninu var að það skyldi takast
að mynda tengslin. Ég er nokkuð viss um að Bragi Bjarnason
menningar- og frístundafulltrúi, hjá Sveitarfélaginu Árborg, muni
t.d. hafa samband við Aarhus Kommune núna þegar Árborg er
að fara af stað með vinnu í að móta stefnu bæjarfélagsins, því að
Aarhus Kommune er nýbúin að gefa út stefnu sína. Eins er mikil
uppbygging í Árósum eins og á Selfossi. Þess vegna er mikilvægt
að fá góðar hugyndir frá öðrum,“ segir Helen Óladóttir Kristian-
sen, stjórnarkona í DGI Østjylland.
„Það er engin spurning að þetta verkefni á eftir að gagnast okkur
vel, ekki síst það sem snýr að afreksíþróttum eða íþróttaakademí-
unum á Selfossi. Við munum hafa samband við deildirnar innan
Umf. Selfoss sem eru með akademíur og einnig FSU og fá frekari
upplýsingar um hvernig hlutirnir eru gerðir á Selfossi.
Vonandi tekst að fá einhverjar deildir frá stöku félögum til að taka
þátt í Unglingalandsmótinu sem verður á Selfossi 2020, þótt það
sé í midju sumarfríi hér í Danmörku.
Ég hugsa að DGI muni hafa samband vid ÍSÍ eða UMFÍ varðandi
einstök verkefni, t.d. almenningsíþróttasviðið hjá ÍSÍ og verkefnið
Sýnum karakter sem UMFÍ og ÍSÍ eru með.“
Danirnir prófa íslenska glímu á Geysi.
Fimleikaaðstaðan hjá Springcenter Aarhus er frábær.