Skinfaxi - 01.04.2018, Qupperneq 35
SKINFAXI 35
Nýtt hjá DGI Østjylland:
Félögin geta
keypt aðstoð til
að bæta samskipti
og kynningarmál
Lise Sinius Abildgaard, starfsmaður samskiptasviðs hjá
DGI Østjylland, hélt fyrirlestur fyrir íslenska hópinn í Árósum þar
sem hún sagði frá nýju verkefni sem samtökin settu af stað fyrr
á þessu ári. Verkefnið felst í því að félögum og íþróttastofnunum
innan DGI Østjylland er boðið upp á aðstoð varðandi samskipti
og kynningarmál sín á netinu.
Hún sagði flest félög vera í samskiptum við marga og þurfi
starfsmenn þeirra að nota margar leiðir á samskiptamiðlum til
þess. Mörg félög þurfi hjálp því að þau viti ekki hvernig þau eigi
að ná til fólks. Hún benti líka á afleiðingar þess fyrir félögin ef
það er ekki gert.
Pælingar Lise Abildgaard
um samskipti félagsins út á við:
• Eru þau í takt við tímann?
Margar heimasíður er ekki hægt að skoða í farsímum.
• Virka þau fyrir utanaðkomandi?
Mörg félög eru með Facebook-grúppur en ekki Facebook-síður.
Það takmarkar möguleika félaganna á að ná í nýja félaga og
iðkendur og þau geta ekki markaðssett starfið á samfélagsmiðl-
inum. Upplýsingar á heimasíðum eru að mestu leyti miðaðar við
núverandi félaga/meðlimi en ekki við nýja félaga. Því er oft er
erfitt að finna upplýsingar um íþróttir, verð, staði o.fl.
• Eiga þau við gagnvart þeim við erum að reyna að höfða til?
Oft eru samskiptin ekki sniðin nægjanlega vel að móttakendun-
um. Ekki er nógu mikið hugsað um mikilvægi þeirra og mót-
takendunum ekki veitt næg athygli.
Ef Facebook-síður eru teknar sem dæmi þá var fyrir hálfu ári að
meðaltali hægt að ná til 20% af aðdáendum, en í dag aðeins
6%. Facebook-auglýsingar eru þó mikilvægar fyrir margar
stofnanir.
• Félögin eru oft í samkeppni við önnur samtök, íþróttaklúbba og
svo framvegis sem setja miklu meiri fjármuni í auglýsingar.
Raunverulegt dæmi
Höfðar þessi kynning til ungs fólks?
Lise sýndi mynd af Facebook-síðu hlaupaklúbbs í Assentoft sem er
um 40 mínútur frá Árósum. Þar skildu menn ekkert í því af hverju
eingöngu eldri félagar væru í klúbbnum. Og af hverju væri ekki
hægt að búa til Facebook-auglýsingar. Þeir veltu fyrir sér af hverju
þeir fengju ekki ungt fólk í klúbbinn.
Á opnumynd Facebook-síðu klúbbins var mynd af tveimur eldri
hlaupurum. Hún spurði hvort hægt væri að ímynda sér að það
væri áhugavert fyrir ungan mann, sem væri að flytja til Assentoft
með fjölskyldu sinni og væri að leita sér að áhugaverðum hlaupa-
hópi, að ganga í klúbbinn. Lise sagði að þegar hann sæi þessa
mynd á Facebook-síðunni væri erfitt fyrir hann að sjá sig í þessu
félagslega samhengi.
Hitt vandamálið, þ.e. af hverju þeir gætu ekki gert auglýsingar
á Facebook, var út af því að þeir voru með Facebook-grúppu en
ekki Facebook-síðu. Sagði hún það algengt vandamál hjá mörg-
um félögum.
Facebook
Lise tók dæmi um Facebook-síðu fitness-deildar
Mørke Idrætsforening. Þeir nota Facebook-síðuna
fyrir skilaboð. Aðallega eru það neikvæð skilaboð
eða upplýsingar um að engir leiðbeinendur séu í
boði einhverja tiltekna daga. Í þessu tilfelli ráðlagði
hún þeim að breyta innihaldi skilaboðanna. Betra
væri að vera með fleiri myndir og video úr þjálfun-
inni, sýna meira frá fitness-þjálfuninni og þannig
hvetja nýja félaga til að koma og vera með.
Neikvæðu upplýsingarnar ættu frekar heima í
Facebook-grúppunni, ekki á Facebook-síðunni.
Verkefnið hefur gengið vel til þessa
Það sem hefur verið gert í tengslum við þetta verkefni:
• Facebook-síður
• Samskiptateymi
• Heimasíður
• Fréttatilkynningar
• Markaðssetning viðburða (prufudagar)
• Hvernig á að búa til videó
• Prófílar á samfélagsmiðlum
• Leiðbeiningar varðandi grafíska vinnslu
• Auglýsingar á Facebook
• Notkun mynda
• Samskiptastefnur (strategy)
Heimasíður
Mörg félög eru með heimasíður sem eru ekki
spennandi. Oftar en ekki vantar myndir eða of mikið
er af upplýsingum sem blasa við. Mörgum fallast því
hendur og vita ekki hvar þeir eiga að byrja.
Í mörgum tilfellum líta síðurnar enn verr út í farsímum.
Hjá félögum með margar deildir kemur stundum
upp óánægja með aðalsíðu félagsins og þá fara
deildirnar sjálfar að búa til sínar eigin síður. Þá
verða til margar ólíkar síður hjá sama félaginu og
ímynd félagsins birtist á ólíkan hátt. Það dregur úr
samstöðu og hver er að vinna í sínu horni.