Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.2018, Qupperneq 36

Skinfaxi - 01.04.2018, Qupperneq 36
36 SKINFAXI Styttist í lög um lýðháskóla Allt stefnir í að á Alþingi verði mælt fyrir tillögu um stofnun lýðháskóla UMFÍ á Laugarvatni á vorþingi. Flutningsmenn tillögunnar eru fimm þingmenn Framsóknar- flokksins með Willum Þór Þórsson í fararbroddi. Ef málið kemst í gegn mun mennta- og menningarmálaráðherra skipa starfshóp sem skipuleggja mun lýðháskóla UMFÍ á Laugarvatni. Gert er ráð fyrir því í tillögunni að a.m.k. einn fulltrúi frá UMFÍ eigi sæti í starfshópnum. Í tillögunni segir að hópurinn taki meðal annars mið af vinnu við frumvarp um lýðháskóla sem er í smíðum, nýtingu mannvirkja á Laugarvatni, rannsóknum á brotthvarfi nemenda úr framhalds- skólum og reynslu af stofnun og rekstri annarra lýðháskóla á Íslandi, einkum á Flateyri og Seyðisfirði. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili niðurstöðum sínum í síðasta lagi 31. maí árið 2019. Jonathan Spejlborg, stofnandi LungA á Seyðisfirði: • Fagnaðarefni er að lögð hefur verið fram tillaga um lýðháskóla á Íslandi. Forsvarsfólk LungA hef- ur síðastliðin fimm ár talað fyrir nauðsyn þess að setja slík lög. • Við teljum að lýðháskóli hafi margþætt áhrif á nemendur, sam- félagið og héraðið sem viðkom- andi lýðháskóli er í. • Lýðháskóli er á Flateyri og svo er LungA á Seyðisfirði. Þeir eru hvor með sína áhersluna. Lýðhá- skóli UMFÍ væri með útivist og íþróttir. Það er jákvætt að fjölga lýð- háskólum þar sem hver þeirra er með sínar eigin áherslur. UMSAGNIR UM LÝÐHÁSKÓLA UMFÍ:

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.