Skinfaxi - 01.04.2018, Side 37
SKINFAXI 37
Erling Johannesson,
forseti Bandalags
íslenskra listamanna:
• Meira er betra. Fleiri úrræði og
fjölbreyttari leiðir fjölga verkfærun-
um í kistunni og möguleikum ungs
fólks til að finna sér farveg. Í um-
hverfi lýðháskóla getur ungt fólk
sótt reynslu, menntun og þjálfun
sem býðst ekki í hefðbundnu skóla-
umhverfi, fengið aðgang að þekk-
ingu leiðbeinenda sem hafa marg-
ir mikla reynslu á sínum sviðum í
oft sérhæfðum störfum.
• Varðandi þá stefnu sem virðist vera að þróast, að uppbyggingin sé fyrst og fremst á landsbyggðinni, þá hljómar það eins og tónlist í okkar
eyrum. Víða eru byggðir viðkvæmar og atvinnulíf einhæft. Að sá fræjum
menntunar og skapandi hugmynda teljum við einhverja bestu leiðina til
atvinnu- og samfélagsuppbyggingar.
Ásta Stefánsdóttir, sveit-
arstjóri Bláskógabyggðar
• Sveitarstjórn fagnar framkom-
inni þingsályktunartillögu um stofn-
un lýðháskóla UMFÍ á Laugar-
vatni. Húsakostur í eigu sveitar-
félagsins getur hentað vel fyrir
starfsemina.
• Sú ríka hefð sem er fyrir margs
konar menntastarfsemi á öllum
skólastigum á Laugarvatni er
góður grunnur fyrir starfsemi
lýðháskóla.
UMSAGNIR UM LÝÐHÁSKÓLA UMFÍ:
Kolbrún Þ. Pálsdóttir,
forseti Menntavísinda-
sviðs Háskóla Íslands:
• Ekki er mikil hefð fyrir rekstri
lýðháskóla á Íslandi og engin lög-
gjöf til um þá þrátt fyrir að lýð-
háskólar séu starfræktir á Seyðis-
firði og Flateyri. Úr þeim löggjaf-
arskorti þarf að bæta því að lýð-
háskólar eru góð viðbót í þá skóla-
flóru sem fyrir er á Íslandi fyrir
ungt fólk á aldrinum 18–25 ára.
• Lýðháskóli er spennandi vett-
vangur fyrir ungt fólk sem vill taka þátt í reynslumiðuðu óhefðbundnu
námi og fyrir ungt fólk sem flosnað hefur upp úr námi og eykur líkur á
frekara námi að lýðháskólanámi loknu.
• Mikilvægt að ef skólagjöld eru til staðar, séu þau námslánahæf hjá
LÍN eins og háskólanám og verknám á framhaldsskólastigi.
• Staðurinn Laugarvatn er einstaklega vel til þess fallinn að reka lýðhá-
skóla og ungmennabúðir. Þar eru skólahús, íþróttahús, heimavist, mötu-
neyti, skrifstofuhúsnæði og íþróttavellir auk mikillar nálægðar við náttúru
sem gefur mikla útvistarmöguleika s.s. til fjallgangna, tjaldferðalaga, vatna-
mennsku og jöklaferða. Veðursæld er mikil á Laugarvatni og sumrin hlý.
ERT ÞÚ Á LEIÐ Í LÝÐHÁSKÓLA?
UMFÍ VEITIR UNGU FÓLKI SEM HYGGUR
Á NÁM Í LÝÐHÁSKÓLA Í DANMÖRKU STYRK
KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á UMFI.IS
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 10. JANÚAR 2019