Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.2018, Page 42

Skinfaxi - 01.04.2018, Page 42
42 SKINFAXI HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Algjör sprenging í Grindavík „Það er allt ljómandi flott að frétta úr Grindavík. Ljósin loga frá morgni til kvölds alla daga í knattspyrnuhöllinni því að eldri borgarar nota höll- ina frá klukkan 6 á morgnana og svo er hún í notkun langt fram eftir kvöldi,“ segir Hadda Guðfinnsdóttir, starfsmaður Ungmennafélags Grindavíkur. Mikið hefur verið að gera hjá ungmennafélögum í Grindavík. Knatt- spyrnuhöllin er fyrir löngu uppbókuð og er verið að reisa nýtt 2.000 fermetra íþróttahús sem horft er til að muni bæta alla aðstöðu til íþrótta- iðkunar til muna og koma öllum greinum undir þak. Íþróttaiðkunin niðurgreidd Frístundastyrkur er ekki veittur í Grindavík heldur niðurgreiðir bærinn íþróttastarfið samkvæmt samningi sem ungmennafélagið gerði við bæj- arstjórnina á sínum tíma. Iðkendur greiða lága upphæð á hverri önn fyrir íþróttaiðkunina. Það hefur skilað sér í mikilli fjölgun iðkenda. Hadda bendir á að fjöldi iðkenda sé sami kjarni og áður. Félagið er með yfir 80% nemenda í grunnskólanum á aldrinum 6–16 ára í hópi iðkenda. „Þar að auki eru 60–70 börn frá 18 mánaða til 4-–5 ára í íþrótta- skólanum. Það er algjör sprengja. Við höfum aldrei upplifað annað eins!“ segir Hadda. Íþróttaskóli Ungmennafélags Grindavíkur er starf- ræktur á laugardögum yfir vetrartímann. Hadda segir bæði börn og foreldra skemmta sér í skólanum. Íþróttakennarar við grunnskólann í Grindavík aðstoða ungmennafélagið við kennslu barnanna sem er við- bót við hreyfinámið sem börnin fá í leikskólanum. Eins og samningur félagsins við bæjarfélagið kveður á um er nám- skeið í Íþróttaskólanum niðurgreitt af bænum. Önnin kostar aðeins 5.000 krónur. Lágt verðið vekur athygli og ýtir það undir aðsókn í bæði íþróttir almennt og í Íþróttaskólann, að sögn Höddu sem bætir við að sömu sögu sé að segja af sunddeildinni. Þar hafi iðkendum fjölgað mikið. Margir bætast við í sund „Góðu fréttirnar eru þær að nú er farið að æfa sund fullt af yngri iðk- endum, frá sex ára aldri og upp í 16 ára, sem hafa sum hver ekki fund- ið sig í öðrum íþróttum. Sundlaugin er hreinlega full af krökkum,“ segir Hadda og skýrir fjölgunina líka af því að sunddeildin hafi fengið nýjan þjálfara. Þar er á ferðinni engin önnur en Margrét Rut Reynisdóttir, sem líka þjálfar yngri flokka kvenna í knattspyrnu. Þessi kraftmikli þjálfari er ung að árum, rúmlega tvítug, en hefur verið í íþróttum frá unga aldri. Margrét er ekki bara öflugur þjálfari heldur fyrirmynd í íþróttum. Hún var sem dæmi eini Grindvíkingurinn sem þátt tók í Unglingalandsmóti UMFÍ þegar það fór fram á Sauðárkróki árið 2009. Þá var hún 12 ára og keppti í sjö greinum. Margrét vann til fjögurra gullverðlauna, fékk eitt silfur og brons. En það eru ekki bara börn og ungmenni sem stunda íþróttir af krafti í Grindavík. Fólk á miðjum aldri og eldri borgarar láta ekki sitt eftir liggja. Eldri knattspyrnumenn mæta tvisvar í viku, eldri borgarar stunda boccía þrisvar í viku og fatlaðir einu sinni í viku. „Íþróttahúsið okkar er í stöðugri notkun. Það má segja að það sé orðin hálfgerð félagsmiðstöð, þar mætast kynslóðirnar,“ segir Hadda hjá Ungmennafélagi Grindavíkur. Keppendur og verðlaunahafar á páskamóti sem eldri skákmenn tóku þátt í ásamt þeim yngri. Hadda Guðfinns segir niðurgreiðslu íþróttagjalda jákvætt skref.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.