Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2019, Page 8

Skinfaxi - 01.01.2019, Page 8
8 SKINFAXI H úsnæðið á Laugarvatni hafði verið autt í nokkurn tíma þegar UMFÍ bar víurnar í það. Í mars náðist svo sam- komulag um heilsársleigu hússins til tíu ára. Í leigusamn- ingi er ákvæði um framlengingu á samningnum eftir ára- tug auk forkaupsréttar UMFÍ á húsunum ef sveitarfélagið Blá- skógabyggð hyggst selja þau. Sveitarfélagið Bláskógabyggð mun leggja í kringum 20 mill- jónir króna í viðhald á húsnæðinu og sundlauginni á Laugar- vatni. Nokkuð viðhald er fram undan á íþróttahúsinu og útiæf- ingasvæði þarfnast talsverðs viðhalds. Gert er ráð fyrir að leigu- tekjur vegna Ungmenna- og tómstundabúðanna standi undir kostnaðinum. Ungmennabúðirnar voru settar á laggirnar að Laugum í Sæl- ingsdal árið 2005 og sækja þær yfir skólaárið nemendur í 9. bekk í grunnskólum landsins. Árlega koma um tvö þúsund nem- Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ: Óformlegt nám og félagsfærni á nýjum stað endur í ungmennabúðirnar og dvelja frá mánudegi til föstudags. Þetta gerir um 60–70% af nemendum í þeim árgangi af öllu landinu. Hlutfallslega fæstir nemendur koma af Austurlandi en fleiri úr öðrum landshlutum. Áherslan hefur ávallt verið á á útivist og félagsfærni og óform- legt nám nemendanna og verður engin breyting á því. Símar og nettengjanleg tæki verða auðvitað áfram óheimil í röðum nemenda. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir alla sem búðunum tengjast fulla eftirvæntingar. Hún er ekki síður innan UMFÍ en á Laugarvatni. Utan skólatíma, um helgar og á sumrin, er gert ráð fyrir því að húsið verði nýtt undir aðra starfsemi, svo sem til ráðstefnuhalds og sumardvalar hópa og félagasamtaka. Íþrótta- og ungmennafélög víða um land fá þá m.a. tækifæri til að nýta sér aðstöðuna í húsinu. UMFÍ hefur undanfarnar vikur unnið að því að flytja Ungmenna- og tómstunda- búðir UMFÍ og starfsfólk þeirra frá Laugum í Sælingsdal að Laugarvatni. 60–70% nemenda í 9. bekk koma í Ungmennabúðir UMFÍ. Tölvu- og farsímar eru bannaðir á Laugarvatni. Óheimilt er að koma með nesti og hnetur að heiman. Gera má ráð fyrir heilmiklu lífi og fjöri í Ungmenna- og tómstundabúðum UMFÍ á Laugarvatni. Í þeim eru um 2.100 nemendur á hverju ári. 1 vika sem nemendurnir dvelja.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.