Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2019, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.01.2019, Blaðsíða 21
 SKINFAXI 21 Versta leiðin til að takast á við erfið mál innan íþrótta- og ungmennafélaga er að reyna að þagga þau niður og vinna á þeim innan félags. „Vænlegasta leiðin til að takast á við krísur, sem upp kunna að koma innan íþróttafélaga, er að leita aðstoðar hjá utanað- komandi fagaðilum. Þá er líka mjög hentugt að hafa tiltæka handbók um hvernig slíku ferli verði best hagað,“ segir Jón Birgir Valsson. Hann er nemandi í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst og vinnur um þessar mundir að ritun B.A.-ritgerðar sinnar um krísustjórnun innan íþróttafélaga, það er hvernig þau séu í stakk búin þegar erfið mál koma upp. Margir þekkja leiðirnar Jón Birgir hefur í tengslum við nám sitt rætt við stjórnendur nokk- urra íþrótta- og ungmennafélaga, framkvæmdastjóra félaga og í sumum tilvikum íþróttastjóra viðkomandi félags á og við höfuð- borgarsvæðið. Í viðtölunum hefur komið í ljós að krísustjórnun er æði misjöfn. Sumir hafa tilbúnar handbækur sem hægt er að grípa til, komi upp tilvik sem krefjast aðgerða. Í þeim er að finna ferla yfir skrefin sem þarf að taka og upplýsingar um einstakl- inga og stofnanir sem kann að þurfa að hafa samband við og vinna með; yfirvöld, presta, lögfræðinga, lögreglu og fleiri fag- aðila. En hvað er krísa? Krísur eru af ýmsum toga og geta birst þegar minnst varir. En hverjar eru þær? Mörg dæmi má nefna um krísur. Kynferðisbrot eru þeirra alvarlegust. Önnur tilvik geta verið slys eða andlát félagsmanna en líka geta orðið krísur þegar íþróttafólk verður uppvíst að ein- hverju misjöfnu, segjum að stórstjarna, sem spilar með ung- mennafélagi, verði uppvís að notkun ólöglegra lyfja. „Það koma upp krísur í öllum félögum á einum tíma eða öðr- um,“ segir Jón Birgir. „Forystumenn allra félaga geta þurft að takast á við dramatísk mál af ýmsum toga. Þar á meðal má nefna uppsögn þjálfara sem sumir segja vera krísu en er í raun drama en ekki krísa. Þegar upp er staðið má segja að ef atvikið, sem um ræðir, skaðar ekki orðspor félagsins, ungmennafélags- ins, héraðssambandsins eða sérsambandsins er ekki um krísu heldur drama að ræða.“ Ekki reyna að þagga niður málið Jón Birgir leggur áherslu á mikilvægi þess að vinna úr krísu, sama hve fólk telji að hún sé lítil eða mikil eða leita ráðgjafar til að bregðast við henni. Sumir nýti sér handbækur sem til eru. Þeir forsvarsmenn aðildarfélaga, sem hafi leitað til UMFÍ, beri þeirri leið vel söguna. Jón Birgir, sem hefur starfað innan íþróttahreyfingarinnar, m.a. sem stjórnarmaður, hefur sjálfur bitra reynslu af erfiðu máli og viðurkennir að í því tilviki hafi hann brugðist. „Mesta hættan í krísu og það er sú gildra sem ég féll sjálfur í, er að vinna sjálfur í málinu og beita þöggunartilburðum. Sumir bregðast þannig við en það er kolröng leið,“ segir hann og líkir slíku við að læknir reyni að lækna sjálfan sig af meiri háttar veikindum. „Það er bara þannig að þú læknar ekki sjálfan þig með aðgerð á sjálfum þér. Þú þarft alltaf að leita til annarra og út fyrir félagið. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því. Mið- að við þau félög sem ég hef haft samband við og eru sam- bandsaðilar UMFÍ eru þau mjög vel áttuð og vita til hvaða ráða er gott að grípa,“ segir Jón Birgir Valsson. Hvað er krísa? Krísa er atvik sem getur haft neikvæð á hrif á orðspor og ímynd þess sem í henni lendir. Markmiðið með krísu- stjórnun er að hindra að atvikið leiði til krísuástands og að draga úr neikvæðum áhrifum þess. Þar geta fyrstu klukkustundirnar skipt sköp- um. Ekkert fyrirtæki eða félag sleppur við krísu í ein- hverri mynd. Það er ekki um það að ræða hvort óvæntur atburður muni ríða yfir held- ur hvenær, af hvaða tagi og með hvaða hætti. Mark- miðið með krísustjórnun er að standa vörð um orðspor félagsins og að koma sjón- armiðum þess sem krísa varðar á framfæri. Félög í vanda leita til UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.