Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2019, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.01.2019, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI „Það hlýtur [...] að teljast áhyggjuefni að tæplega tveir fimmtu íslenskra leikmanna í handbolta, sem taka þátt í getraunum í eigin íþrótt, hafi á annað borð veðjað á leiki í eigin deild,“ skrifar Guðmundur Sigurðsson í lokaverkefni til B.S.-prófs í sál- fræði við Háskóla Íslands. Í verkefninu kannaði hann þátttöku í peningaspilum og algengi spilavanda á meðal handboltafólks á Íslandi. Í rannsókninni skoðaði Guðmundur hvort handboltaleikmenn á Íslandi veðjuðu á úrslit eigin leikja eða leikja í eigin deild. Hann bauð öllum leikmönnum í meistaraflokki félagsliða í öllum deildum Íslandsmótsins 2017–2018, bæði kvenna og karla, að taka þátt í rannsókninni. Alls svöruðu 309 þátttakendur og voru flestir þeirra á aldrinum 18–20 ára. Alls höfðu 46,8% leikmanna tekið þátt í peningaspili að minnsta kosti einu sinni á síðustu 12 mánuðum. Þátttaka í pen- ingaspilum var töluvert meiri meðal karlmanna en 71,1% þeirra spiluðu peningaspil síðastliðna 12 mánuði og 14% spil- uðu vikulega eða oftar. Á hinn bóginn höfðu aðeins 15,6% handboltakvenna spilað peningaspil á síðastliðnum 12 mánuð- um og engin kona vikulega eða oftar. Hefur áhyggjur af veðmálum íþróttafólks Vinsælasta tegund peningaspila var íþróttagetraunir. Guð- mundur mat mögulegan spilavanda þátttakenda með mæli- vísitölunni Problem Gambling Severity Index. Samkvæmt því glíma 2% þátttakenda við spilavanda. Nokkrir veðja á eigin leiki Í ritgerð Guðmundar kemur fram að tæp 12% þátttakenda þekktu til leikmanna sem veðjuðu á atburði leikja í eigin deild en 4,9% leikmanna viðurkenndu að hafa veðjað á atburði leikja í eigin deild. Jafnframt sögðust 2,5% þátttakenda vita um leikmenn sem hefðu veðjað á atburði í eigin leik og tryggt að sá atburður gerðist. Þegar leikmenn voru spurðir um eigin veðmál sögðust aðeins þrír leikmenn hafa veðjað á atburði í eigin leik og þar af hafði einn leikmaður tryggt að sá atburður gerðist. Af þeim sem höfðu veðjað á handbolta voru 26% sem veðj- uðu á atburði í eigin deild. Að veðja á atburði í leikjum getur verið auðvelt í framkvæmd (að veðja á hvaða lið skori fyrsta markið, fái fyrsta gula spjaldið o.s.frv.). Guðmundur segir þetta geta skapað verulega hættu á hagræðingu úrslita. Fram kemur í nýlegri ritgerð að handboltamenn veðja á úrslit leikja í eigin deild. Nokkrir glíma við spilavanda. Mun fleiri karlar veðja á leiki vikulega. Engin handboltakona gerir það. VEÐMÁL

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.