Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2019, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.01.2019, Blaðsíða 25
 SKINFAXI 25 Ás styrktarfélag • Ás styrktarfélag vinnur að innleiðingu sjö markmiða sem valin hafa verið til að vinna með í verkefninu „Vinna & virkni“. • Markmiðin eru 1, 4, 8, 10, 12, 14 og 15. Þau ná til baráttunnar gegn fátækt og að fólk í viðkvæmri stöðu skuli eiga jafnan rétt á við aðra. Markmið 12, 14 og 15 fjalla um endurvinnslu og nýtingu til þess að draga úr sóun og minnka úrgang. Dæmi um innleiðingu félagasamtaka: Landvernd • Við upphafsfasa allra nýrra verkefna og uppfærslu eldri verkefna er vísað í Heimsmarkmiðin. • Við gerð styrkumsókna vísar félagið í markmið og undirmarkmiðin. • Við gerð námsefnis. • Heimsmarkmiðin alltaf höfð að leiðarljósi. Landvernd leggur helst áherslu á markmið 4, 11, 12, 13, 14 og 15, en sérstaklega 12-15, þar sem þau ríma vel við markmið samtakanna eins og þau eru skilgreind í lögum þeirra. Landvernd ætlar að leggja meiri áherslu á mark- mið 13 og 17 á næstu árum. Skátarnir • Starfsfólk horfði út fyrir landsteina og kynnti sér nálgun annarra landssamtaka skáta á heimsmarkmiðunum. Farið var í samstarf við dönsku skátana um innleiðing- una á Íslandi. • Áhersla á markmiði 17 um samvinnu um heimsmark- miðin. • Skátarnir eru með tvö heimsmarkmið í brennidepli; markmið fjögur um menntun fyrir alla og heimsmarkmið 18 um styrkja og virkja ungt fólk. Átjánda heimsmark- miðið er að vísu ekki eitt af markmiðum Sameinuðu þjóðanna en DUF (Dansk Ungdoms Fællesråd) bætti því við til gamans í því skyni að draga athygli að hlutverki ungs fólks við innleiðingu markmiðanna. Svona passa Heimsmarkmiðin inn í starf UMFÍ • UMFÍ styður markmið Heimsmarkmiðanna um heilsu og vellíðan. UMFÍ leggur áherslu á að allir geti tekið þátt í íþróttum og hreyfingu og verið hluti af öflugri liðsheild í samfélaginu. • UMFÍ lætur sig varða lýðheilsu og leggur sitt af mörkum til að búa komandi kynslóðum sem best uppvaxtarskil- yrði. UMFÍ styður markmiðið vegna þess að kyrrseta hefur aukist mikið og æ fleiri þjást af sjúkdómum tengd- um lífsstíl og hreyfingarleysi. Á það einnig við um and- lega líðan. • UMFÍ styður jafnframt markmið um Jafnrétti kynjanna. Í öllu starfi UMFÍ og sambandsaðila er lögð rík áhersla á jöfn tækifæri. UMFÍ telur mikilvægt að einstaklingar séu ekki skilgreindir út frá kyni og komið sé fram á allan hátt jafnt fram við konur sem karla. • Í öllu starfi UMFÍ er ungt fólk í brennidepli og markmið verkefna er að virkja, efla og styðja ungt fólk til þroska og áhrifa samfélaginu til góða.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.