Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2019, Síða 10

Skinfaxi - 01.01.2019, Síða 10
10 SKINFAXI Soffía Ámundadóttir er önnur konan til að setjast í stól formanns íþróttanefndar ríkisins. Hún segir mikilvægt að setja kraft í umræðuna um kynja- jafnrétti í íþróttum og vill auka fjárframlög til íþrótta. „Við ætlum að einbeita okkur að nokkrum atriðum: Að jafna hlut kvenna í íþróttum. Við munum svo áfram setja börn af erlendum uppruna í forgang ásamt öðrum jaðarhópum, fötluð- um, fólki sem afplánar dóma og fleiri sem eru ekki í kastljósinu,“ segir Soffía Ámundadóttir. Í upphafi árs tók hún við sæti for- manns íþróttanefndar ríkisins af Stefáni Konráðssyni sem hafði verið formaður frá árinu 2014. Það er menntamálaráðherra hverju sinni sem skipar formann nefndarinnar til fjögurra ára í senn án tilnefningar. Soffía er yngst í nefndinni og önnur konan til að setjast í formannsstólinn á eftir knattspyrnukonunni Ásthildi Helgadóttur sem var settur formaður íþróttanefndar árið 2008. Soffía segir að þótt hlutverk nefndarinnar sé einkum að gera tillögur um fjárframlög til íþróttamála og úthlutun úr Íþróttasjóði séu fjölmörg önnur stór mál á borði hennar. Þar á meðal eru mál- efni þjóðarleikvangs og félagasamtaka og mótun nýrrar og upp- færðrar íþróttastefnu sem ná á yfir árin 2019–2030. Það er talsvert lengra tímabil en fyrri stefnur hafa náð yfir. Til saman- burðar var fyrri stefna í gildi árin 2011–2015. Hún á þó enn eftir að sjá nýja íþróttastefnu. Soffía segir tímalengdina gera það að verkum að nefndin þurfi að láta til sín taka. „Það er margt áhugavert í gangi,“ heldur Soffía áfram. „Nefndin á að endurspegla samfélagið. Það er ágæt kynjaskipting í íþróttanefndinni. En eftir samtal mitt við menntamálaráðherra um málið teljum við mikilvægt að kraftur verði settur í umræðuna um almennt kynjajafnrétti í íþrótt- um. Ég þekki þá hlið mála mjög vel eftir starf mitt sem þjálfari, það er að segja sem kona í karlaheimi. En ég þekki það líka sem foreldri barna í íþróttum,“ segir hún. Áherslan á kynjajafnrétti og jaðarhópa í íþróttum

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.