Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2019, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.01.2019, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI „Við höfum verið með heimasíðu í mörg ár. Við höfðum samt lengi verið gagnrýnd fyrir síðuna því að hún var ekki góð og fréttir voru settar inn á hana með mjög óreglulegum hætti, stund- um ekki nema tvær í mánuði. Þegar ég fór að leita upplýsinga um síðuna fann ég heldur ekki neitt um hana, ekki hver gerði hana, hver hýsti hana og fleira í þeim dúr,“ segir Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum á Vatnsleysuströnd. Marteinn segir nokkrar ástæður vera fyrir því að stjórnendur félagsins hafi viljað skipta um heimasíðu. Í fyrsta lagi stækki sveitar- félagið hratt. „Þegar fólk er að velta því fyrir sér að flytja í bæinn vill það átta sig á hvaða íþróttir séu í boði. Það fyrsta sem það sér er heimasíða Þróttar. Hún er því andlit félagsins út á við. Gamla síðan var fyrir löngu komin til ára sinna,“ segir hann. Vefsíða fyrir öll tæki Ný vefsíða Þróttar var í vinnslu hjá fyrirtækinu Allra átta í sam- starfi við ungmennafélagið Þrótt í um hálft ár og fór í loftið í byrjun árs. Síðan er gerð í vefumsjónarkerfinu Wordpress og sníður sig að öllum skjám, svo sem farsímum. Marteinn segir hana enn í þróun og fagni bæði hann og stjórn félagsins öllum ábendingum um það sem betur megi fara. Brugðist verður við öllum ábendingum. Í haust er stefnt að því að opna á síðunni aðgengi fyrir iðkendur og forráðamenn þeirra á skráningarsíðu Nora. Það er tengt frístundakerfum sveitarfélaga. Gátlisti fyrir framtíðina Á sama tíma og síðan var í þróun vann Marteinn gátlista um síðuna fyrir þá sem taka við félaginu í framtíðinni. „Á listanum eru allar helstu upplýsingar um vefsíðu Þróttar, hver hýsir hana, lykilorð, tengiliður við félagið og fleira,“ segir hann og bætir við að samhliða þessu hafi verið ákveðið hverjir setji efni inn á nýju heimasíðuna. Á nýrri síðu ungmennafélagsins Þróttar má finna allar helstu upplýsingar um félagið. „Bakhjarlar Þróttar fá líka meiri umfjöll- un en áður og svo getum við fjallað betur um grasrótarstarfið auk þess sem betri upplýsingar eru þar um alla starfsemina, framboðið, þjálfara og fleira. Við viljum að heimasíðan verði félaginu til sóma,“ segir hann. Heimasíða ungmennafélagsins Þróttar https://throtturvogum.is/ Gallar: • Síðan breytist ekki eftir því hvort hún er skoðuð í tölvu, spjaldtölvu eða síma. • Erfitt að leita að upplýsingum um starfsemi félagsins. • Gamlar fréttir og gamlar myndir. • Enginn veit hvar síðan er hýst. • Enginn hjá félaginu veit hvert eigi að leita til að breyta síðunni. • Enginn eða fáir vita hverjir eigi að hafa umsjón með síðunni. Kostir: • Gátlisti er til með helstu upplýsingum um lykilorð, hýsingaraðila og fleira. • Fréttir með nýjum myndum eru settar reglulega á síðuna. • Heimasíða félags er hjarta ungmennafélagsins. Fréttir af henni eru settar á samfélagsmiðla og hlekkir sendir iðkendum og öðrum móttakendum af síðunni. • Heimasíðan sníður sig að öllum tækjum (tölvum, símum og spjaldtölvum). • Notendur geta fundið helstu upplýsingar um félagið og starfsemi þess. • Vitað er hverjir setja inn efni á síðuna og hafa aðgang að henni. Ungmennafélagið Þróttur í Vogum endurnýjaði heima- síðu félagsins fyrir skömmu. Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, segir góða síðu lyfta félaginu, styðja betur við gras- rótarstarfið og gera styrktaraðilum hærra undir höfði en áður. „Heimasíðan er andlit félagsins“ Hvað einkennir slæma heimasíðu og aðgengi að henni fyrir notendur og stjórnendur og hvað er góð síða? Hér eru nokkur atriði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.