Skinfaxi - 01.01.2019, Qupperneq 11
SKINFAXI 11
Soffía leggur áherslu á að sem formaður íþróttanefndar muni
hún leitast eftir því að láta kveða að nefndinni. Þar sem nefndin
eigi að fylgja eftir stefnu í íþróttamálum eigi hún að vera sýnileg.
„Þetta er nefnd sem þarf að vera drífandi og á að hafa vigt. Við
munum fylgjast með og laga til þær brotalamir sem við sjáum
og kalla til ráðgjafa þegar þurfa þykir og hlusta á það sem fag-
fólk hefur að segja,“ segir Soffía og bætir við að meðal annars
sem hún sé að gera um þessar mundir sé að skoða drög að
íþróttastefnu landsins í samanburði við hin Norðurlöndin og
hún muni skoða aðbúnað á landsbyggðinni, svo sem á Ísafirði.
„Maður þarf að grúska og mann þarf að langa til að gera
starfið betra. Reynsla mín af íþróttamálum á Íslandi er sú að
sama, að hvar mig ber niður er það allt mjög faglegt. Við erum
með vel menntaða þjálfara og frábæran mannauð. En allt má
skoða og við ætlum auðvitað að varpa ljósi á góða hluti. En
fyrir öllu er að nefndin verði kröftug og öflug,“ bætir Soffía við.
Horft til framtíðar
Fram kemur í greinargerð með íþróttastefnunni
að horft sé til framtíðar og mið tekið af því sem
hafi áunnist á undanförnum árum. Mikilvægt sé
að allir, sem stefnan snerti, taki mið af jafnréttis-
sjónarmiðum í starfi sínu og að í íþróttastarfinu
hafi allir tækifæri til að taka þátt, óháð kyni,
kynhneigð, kynþætti, kynvitund, litarhætti, fötlun,
þjóðernisuppruna eða félagslegum uppruna,
tungumáli, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum
eða öðrum skoðunum, eignum, ætterni eða öðrum
aðstæðum.
Íþróttanefnd ríkisins
Í nýskipaðri íþróttanefnd ríksins eru auk Soffíu
Örn Guðnason, sem tilnefndur var fyrir hönd
UMFÍ; Sigríður Jónsdóttir frá ÍSÍ; Jóhanna M.
Hjartardóttir, sem tilnefnd var fyrir hönd sveitar-
félaga, og Erlingur S. Jóhannsson sem situr í
nefndinni fyrir hönd Háskóla Íslands.
Varamenn eru þau Hörður Gunnarsson,
Þráinn Hafsteinsson, Ragnheiður Högnadóttir,
Bragi Bjarnason og Þórdís Lilja Gísladóttir.
Vill meira fjármagn í Íþróttasjóð
Þegar viðtalið var tekið hafði íþróttanefnd fundað þrisvar í
febrúar til að ljúka úthlutun úr Íþróttasjóði. Soffía vekur athygli
á að fjármunum er úthlutað til þriggja flokka; til fræðslu, aðbún-
aðar og til rannsókna. Í gegnum tíðina hafi mestu verið veitt í
aðbúnað. Nú sé úthlutun dreift nokkuð jafnt á flokkana þrjá.
Soffía vill sjá breytingu á Íþróttasjóði: „Sama félagið sendir
oft inn inn 6–10 umsóknir. Við viljum breyta fjölda þeirra og
takmarka við eina frá hverju félagi. Ríkisstyrkirnir eru líka mjög
lágir hér á landi. Íþróttasjóður er engin undantekning,“ segir
Soffía en Íþróttasjóði bárust 109 umsóknir upp á 130 milljónir
króna. Íþróttasjóður úthlutar hins vegar minna en tíu prósentum
en þörfin hljóðar upp á eða um 20 milljónum króna á ári.
Soffía segir þörf á að hækka þá upphæð.
„Sem formann langar mig að leita eftir því að hækka upp-
hæðina umtalsvert. Þörfin er til staðar,“ segir Soffía, formaður
íþróttanefndar.