Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2019, Síða 13

Skinfaxi - 01.01.2019, Síða 13
 SKINFAXI 13 Ráð Önnu fyrir stjórnendur íþróttafélaga til að ná betur til fatlaðra iðkenda: • Fræða þjálfara. • Skapa umhverfi sem tekur vel á móti öllum, ekki síst að allir njóti og hafi gaman. • Þjálfarar eru lykilpersónur í því að skapa þetta umhverfi, jákvæð samskipti og opinn hugur skipta máli. • Gera allt sem gerir einstaklingum kleift að upplifa sig velkominn, hluta af hópi og verða virkur þátttakandi. Margir, ef ekki allir, hafa einhvers konar sérþarfir. Ekki er hægt að setja fólk undir einn hatt þó að fólk sé með „fötlun“. Þjálfarar eru sumir hræddir við að fá börn með „fötlun“ í sinn hóp og ákveða fyrirfram að það gangi ekki, aðrir telja sjálfsagt að láta reyna á og gefa öllum tækifæri til að prófa. Það kemur þá í ljós ef hlutirnir ganga ekki upp af einhverjum ástæðum og þá verður að bregðast við því með hagsmuni iðkenda í huga. 38 íslenskir keppendur tóku þátt í Heimsleikum Special Olympics sem fram fóru í Abu Dhabi og Dúbaí dagana 14.–21. mars síðastliðinn. Keppt var í 24 greinum og tóku þátt- takendurnir frá Íslandi þátt í tíu þeirra. Þetta er einn af stærstu íþróttaviðburð- um í heimi en keppendur þar voru 7.000 frá 170 löndum auk 20.000 sjálfboðaliða og starfsfólks. Keppt var í 24 íþróttagreinum. Þar af keppti íslenski hópurinn í tíu greinum: badminton, boccia, áhalda- og nútíma- fimleikum, frjálsum íþróttum, golfi, keilu, lyftingum, knattspyrnu og sundi. Ísland sendi nú í fyrsta skipti keppendur í nútímafimleikum og lyftingum kvenna. „Unified-íþróttir, þar sem fatlaðir og ófatl- aðir æfa og keppa saman, eru það sem koma skal í minni byggðarlögum,“ segir Jónas Sigursteinsson, íþróttakennari og þjálfari þeirra Þorsteins Goða Einars- sonar og Guðmundar Kristins Jónassonar frá íþróttafélaginu Ívari í Bolungarvík. Hann fór með þeim utan þegar þeir kepptu í badminton á Special Olympics í Abu Dhabí. Þorsteinn er fatlaður en Guðmundur ófatlaður. Iðkendur þurfa að vera jafningjar Jónas segir Íþróttafélagið Ívar ekki hafa Styrkir samband beggja íþróttamanna boðið upp á sameiginlegar æfingar fatl- aðra og ófatlaðra. Það hafi hins vegar þróast á skemmtilegan hátt. „Fyrir um einu og hálfu ári fékk ég til mín strák sem vantaði íþrótt til að stunda. Við erum lítið félag og hann gat ekki æft fótbolta. Badminton hentaði honum mjög vel. Fljótlega bættust fleiri í hópinn. Sonur minn líka og skólafélagar hans fylgdu á eftir. Þeir æfa orðið tvisvar í viku og á laugardögum bætast aðrir úr fjölskyldum þeirra við í hópinn. Eftir þetta ákváðum við að opna æfingarnar fyrir alla,“ segir hann. Jónas með keppendunum í badminton. En hvaða áhrif hefur þetta á börnin sjálf og hvaða áhrif hefur þetta á önnur börn í félaginu? Jónas segir ekkert endanlegt svar við þessari spurningu. „Þegar kemur að unified-íþróttum þá þurfa iðkendur að vera jafningjar, bæði nálægt hvor öðrum í aldri og getu. Ég held í raun að þetta fyrirkomulag styrki báða íþróttamennina. Guðmundur hefur lært mikið á því að æfa með Þorsteini, það styrkir samband þeirra og þeir eru orðnir ágætis félagar,“ segir Jónas Sigur- steinsson.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.