Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.2019, Side 14

Skinfaxi - 01.01.2019, Side 14
14 SKINFAXI „Rafíþróttir eru alls staðar eins. Þar sam- einast fjölbreyttur hópur barna og ungs fólks um eitt áhugamál, einn leik, alveg eins og í öðrum íþróttum. En rafíþróttir vantar sömu innviði og aðrar greinar hafa,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. Sam- tökin voru stofnuð á síðasta ári og hafa vakið mikla athygli. Markmið samtakanna er að halda utan um uppgang rafíþrótta hér á landi, gera rafíþróttasenuna virkari og styðja við þá sem taka þátt í rafíþróttum. Sambandið hefur heldur betur látið vita af sér upp á síðkastið. Það stóð fyrir keppni á Reykja- víkurleikum ÍBR í janúarlok og var Ólafur á pallborði um rafíþróttir á UTmessu Origo í febrúar. Sjálfur býr Ólafur að mikilli reynslu á sviði tölvuleikja og framgangi þeirra. Hann hóf störf í geiranum hjá CCP þar sem hann sá um mót og beinar útsend- ingar frá viðburðum fyrirtækisins. Þar fyrir utan skipulagði hann mót og viðburði tengda tölvuleiknum League of Legends, einum stærsta leiks í heimi. Fyrir fimm árum flutti hann svo út til Írlands og hóf störf hjá fyrirtækinu Riot Games en það er fram- leiðandi League of Legends. Hann flutti heim til Íslandsð í fyrra og hefur frá miðju ári unnið að því að byggja upp grund- völl rafíþróttasamfélagsins hér á landi. Innviðirnir eru hjá íþróttahreyfingunni Ólafur segist hafa öðlast mikla reynslu í starfi sínu hjá Riot Games sem hann nýtir sér í öllu starfi Rafíþróttasamtakanna í dag. „Ég fékk að fylgjast með þróun og uppgangi rafíþrótta í gegnum vinnuna, ferðaðist um allan heim og mætti á raf- íþróttaviðburði. Þar fékk ég líka að sjá rafíþróttir færast í skipulagt starf. Ég hugs- aði: Við eigum innviði á Íslandi sem passa fullkomlega við rafíþróttir og við höfum séð árangurinn í öðrum greinum. Þess vegna lá beint við að færa þessi gildi sem liggja á bak við íþróttir yfir á tölvuleiki,“ segir hann og leggur áherslu á mikilvægi þess að byggja rafíþróttir upp á heil- brigðan og góðan hátt eða á sama hátt og tíðkast í flestum íþróttagreinum. Ekki gott að spila út í eitt Ímynd tölvuspilara í þjóðfélaginu er sú að viðkomandi sitji einn heima hjá sér, spili tölvuleiki (oftast skotleiki) út í eitt, hreyfi sig lítið og nærist á skyndibitamat og öðru óheilbrigðu fæði. Ólafur segir þetta auð- vitað tíðkast. En þeir sem það geri séu ólíklegir til að ná langt sem rafíþrótta- menn. „Þeir einstaklingar eru ekki nógu heil- steyptir til að verða atvinnumenn. Þótt þeir séu frábærir spilarar höndla þeir ekki álagið sem fylgir því að vera atvinnu- maður og meiri líkur en hjá öðrum að þeir flosni upp úr atvinnumennskunni. Þeir einfaldlega höndla ekki álagið sem Við eigum ekki að vera hrædd við tæknina Rafíþróttasamtök Íslands voru stofnuð á síðasta ári. Markmið þeirra er að kynna rafíþróttir og bæta umgjörð um greinina. Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður samtakanna, segir Íslendinga langt á eftir öðrum þjóðum. Hann sér fyrir sér að börn æfi rafíþróttir eins og annað skipulagt tómstunda- og æskulýðsstarf og stundi þær með sama hætti og þau æfa fótbolta og aðrar greinar. Rafíþróttir

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.