Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2019, Síða 15

Skinfaxi - 01.01.2019, Síða 15
 SKINFAXI 15 fylgir atvinnumennskunni, það er fullt starf. Að vakna fyrir snemma á morgn- ana, fara á æfingu, fara í líkamsræktina með einkaþjálfaranum, fara á liðsfund, taka á sig tólf tíma ferðalag og keppa daginn eftir á ókunnugu sviði frammi fyr- ir 20 þúsund manns og hundrað milljón manns að horfa á árangurinn á Netinu, sinna viðtölum, sinna vörumerkinu sínu og öllu sem fylgir.“ Hann bætir við að tölvuleikina þurfi að æfa markvisst. Iðk- andi þurfi að huga að andlegri og líkam- legri heilsu, teygja reglulega á baki, úln- liðum og öðrum álagsflötum og hreyfa sig til að forðast álagsmeiðsli sem geti fylgt tölvunotkun, sitja ýmis námskeið sem nýtast iðkandanum og klára nám í skóla,“ segir Ólafur. Hann bendir á að héðan hafi komið frábærir atvinnumenn í rafíþróttum þrátt fyrir litla sem enga innviði hérlendis. Með réttum stuðningi geti Ísland ræktað hæfi- leikaríkt fólk á þessum vettvangi og megi búast við að tækifærunum fjölgi hjá spil- urum. „Við þurfum að gefa spilurunum athygli og gera þá að fyrirmyndum eins og í öðr- um íþróttagreinum. Ef við getum sammælst um það að til þess að ná langt í þessari grein þurfi maður að vera atvinnumaður og vera með allan pakkann, þurfum við að byggja upp innviði sem styðja við að fólk geti þjálfað sig upp í öllum hliðum atvinnumennsku,“ segir hann og leggur áherslu á að miðað við niðurstöður úr könnun Gallup fyrir Origo sé ljóst að meirihluti Íslendinga spili tölvuleiki. Íslendingar eru að þroskast Ólafur segir umræðuna um tölvuleiki eiga eftir að þroskast hér á landi. Fólk þurfi að viðurkenna greinina. „Það að við eigum heila kynslóð af Íslendingum sem er virki- lega áhugasöm um tölvuleiki er tækifæri sem við megum ekki láta fram hjá okkur fara ef við ætlum að standa jafnfætis öðr- um inn í framtíðina. Við getum ekki lokað augunum fyrir því að þessi stafræni hluti muni alltaf stækka,“ segir hann. Til þess að þroska umræðuna þurfi skipulagða umgjörð utan um tölvuleikjaspil. Það hjálpi ungu fólki, meðal annars til að skilja af hverju það eigi að stýra tölvutíma sínum. En hvernig er hægt að útfæra rafíþróttir í skipulögðu starfi undir hatti félaga? Ólafur segir að breyta þurfi sjónarhorni fólks á tölvuleiki. „Ég held að hugsa þurfi um tölvuleiki sem tól. Þegar margar nýjar íþróttagreinar komu fram á sjónarsviðið hló fólk sem taldi þetta ekki grein. Skiln- ingurinn kom síðar. Ég myndi segja að áhuginn á því að verða betri í tölvuleikj- um hafi áhrif á samfélagsstöðu viðkom- andi í skóla eða bekk. Það er tól. Það þarf ekki allt að miða að því að fram- leiða afreksfólk. Það snýst um að setja upp aðstöðu þar sem hægt er að stunda rafíþróttir og byggja upp þekkingu til að þjálfa fólk. Þetta þarf að vinna saman. Ég held að það sem virki best sé að íþrótta- félögin láti í sér heyra og að þau séu til- búin til að búa til þessa aðstöðu. Ég sé fyrir mér hverfismiðstöð, stuðning í hverju hverfi fyrir rafíþróttir svo að aðgengið verði betra – þar sem starfið falli að hefð- bundnu íþróttastarfi eins og í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum. Þar hafa rafíþróttir verið settar inn í skipulagt tóm- stunda- og æskulýðsstarf. Niðurstöðurn- ar þar eru undantekningarlaust þær að þar dregur úr heildartíma sem varið er í tölvuleiki. UM leið batnar námsárangur og líkamleg hreysti. Draumur minn er að krakkar æfi hefðbundnar íþróttir og raf- íþróttir. Ég vil sjá börn í handbolta og League of Legends eða í fótbolta og Fortnite.“ Við eigum ekki að vera hrædd við tæknina

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.