Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2019, Page 16

Skinfaxi - 01.01.2019, Page 16
16 SKINFAXI Rafíþróttir Keppt var í tölvuleikjum í fyrsta sinn undir hatti Rafíþróttasam- taka Íslands á Reykjavíkurleikunum í lok janúar sl. Ólafur segir keppendur þar hafa verið á heimsmælikvarða. Samt fái þeir ekki viðurkenningu á hæfni sinni. Á leikunum fékk Ólafur líka falleg skilaboð: „Ég fékk skilaboð frá keppanda nokkrum sem þakkaði mér fyrir að hjálpa honum Fjórir Íslendingar eru atvinnumenn í tölvuleikjum og keppa með erlendum liðum. Þar af eru tveir sem sérhæfa sig í Overwatch. Einn þeirra er Finnbjörn Flosi Jónasson. Hann hefur keppt víða um heim, bæði í liðakeppnum og sem einstaklingur. Hann stend- ur mjög framarlega í samfélagi Overwatch-spilara og er einn af fyrstu atvinnumönnum í leiknum. Það ætti að gefa einhverja mynd af vinsældum leiksins og stöðu Finnbjörns að 45 milljónir manna spila leikinn um allan heim. Það er sambærilegur fjöldi og spilar golf. Hinn atvinnumaðurinn er Hafþór Hákonarson sem búsettur er í London. Tveir aðrir Íslendingar til viðbótar keppa með erlendum liðum. Fjórir atvinnumenn „Ég veit um nokkra sem eru að reyna að fara út. Aðrir hafa gefist upp því að þeir hafa ekki fengið stuðning til þess eða get- una til að færa kvíarnar úti í heimi,“ segir Ólafur. „Fyrir nokkrum árum var Ísak Freyr Valsson númer eitt í League of Legends. Þá spiluðu sjö milljónir leikinn. Ísak bjó til strategíu í kringum hetju sem hann spilaði á heimsmeistaramóti. Ef hann hefði þá verið með innviði, stuðning og tekjur til að geta einbeitt sér að leik- um hefði hann getað skarað fram úr í stað þess að þurfa að hætta. Ef hann hefði ekki hætt ættum við besta leikmann í League of Legends.“ Lista yfir íslenska spilara og verðlaunafé þeirra má sjá hér: https://www.esportsearnings.com/countries/is Finna sig í tölvuleikjum til að láta drauma sína rætast og gera honum kleift að setja sér háleit markmið og hafa trú á sér. Mér fannst frábært að heyra slíkt frá fólki sem hefur ekki upplifað sig sem afreksfólk áður. Það er von mín að mér takist að halda þessu áfram. Ég gerði það ekki nema af því að ég hef trú á íslenskum spilurunum.“

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.