Skinfaxi - 01.01.2019, Side 24
24 SKINFAXI
Markmið fyrir betri heim
Fanney Karlsdóttir er sérfræðingur í forsætisráðuneytinu um inn-
leiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Hún var með
erindi um innleiðingu þeirra á fundi Almannaheilla nú í vor. Þar
fór hún yfir aðgerðir stjórnvalda, hvernig ríkisstjórnin ber mark-
miðin við ýmsa málaflokka, hvernig þau eru tengd við fjármála-
áætlun ríkisstjórnarinnar og innkaupastefnu hins opinbera.
Fanney sagði það lið í innleiðingunni að stofna ungmennaráð
Heimsmarkmiðanna. Í því sitja tólf ungmenni sem funda með
stjórnvöldum um vinnuna.
En hvernig finnst Fanneyju hafa gengið að innleiða markmiðin
hér á landi?
„Ég myndi segja að innleiðingin hafi gengið vel hingað til. En
fjölmörg tækifæri eru til að gera betur. Það er ánægjulegt að
finna fyrir miklum áhuga á Heimsmarkmiðunum hjá ýmsum
félagasamtökum. Flest félagasamtök eru vissulega að vinna í
takt við heimsmarkmiðin með einhverjum hætti en innleiðing
heimsmarkmiðanna felur jafnframt í sér að máta markmiðin við
stefnu sína, áætlanir og aðgerðir. Þannig geta félög markvisst
hugað að því hvernig þau eru að innleiða heimsmarkmiðin og
hvað þau geta gert betur.
Heimsmarkmiðin fela í sér starf í átt að betri heimi þar sem
sjálfbær þróun á ýmsum sviðum er leiðarljósið, hvort heldur sem
er á sviði félagslegra framfara, umhverfis- eða efnahagsmála.
Fyrst eftir að heimsmarkmiðin voru samþykkt 2015 var áhersla
lögð á að kynna þau og enn er ákveðin þörf fyrir vitundarvakn-
ingu. Þó sjáum við góða aukningu í vitund landsmanna um
heimsmarkmiðin því nýjasta mælingin, frá því í febrúar á þessu
ári, sýnir að 2/3 hlutar þjóðarinnar (66%) þekkja eða hafa
heyrt um heimsmarkmiðin sem er aukning um tæp 20 prósentu-
stig á einu ári.“
Gátt fyrir félagasamtök
Hvað geta UMFÍ og ungmennafélög gert?
„Það er um að gera að greina og kynna hvaða heimsmark-
miðum UMFÍ og ungmennafélögin vinna helst að því að ná og
hvernig. Heimsmarkmiðin geta nýst sem leið til að virkja og
upplýsa ungmenni um hvernig þau geta haft jákvæð áhrif á
umhverfi og samfélag.
Heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna
eru dyr að betri heimi
Hægt er að nýta vefinn heimsmarkmidin.is til þess að nálgast
hagnýtt efni um heimsmarkmiðin. Á þeim vef opnar í maí svo-
kölluð heimsmarkmiðagátt þar sem félagasamtök og fleiri geta
sett inn upplýsingar um verkefni sín sem fela í sér innleiðingu
heimsmarkmiðanna. Þannig geta UMFÍ og ungmennafélögin
sett inn verkefni sín og fengið hugmyndir að fleiri verkefnum.“
Hvað finnst þér vel gert og hvað mætti fara betur, að þínu mati?
„Heimsmarkmiðin benda á helstu áskoranir í heiminum í dag
og leiðir til að skapa mannsæmandi líf fyrir alla og nýta auð-
lindir jarðar með sjálfbærum hætti. Það er ánægjulegt að sjá
grósku í því hvernig unnið er með heimsmarkmiðin og þau
tengd við ýmis verkefni og dagleg störf. Það má alltaf gera bet-
ur við að upplýsa um leiðir til að vinna að markmiðunum og
koma með nýjar lausnir. Almennt má huga betur að því með
hvaða aðferðum er unnið að markmiðunum og hvaða nýju
lausnir þurfi að skapa til þess að hægt sé að ná markmiðunum
eigi síðar en árið 2030. Auk þess ber að nefna að með heims-
markmiðunum er lögð sérstök áhersla á að huga að því að
engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Því þarf að
huga að því hvort verið sé að ná til allra við innleiðingu mark-
miðanna, svo sem jaðarsettra hópa.“
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru
samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í
september árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016–
2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til
innanlandsmála og alþjóðasamstarfs á gildistímanum.
Aðalsmerki Heimsmarkmiðanna er að þau eru algild og því
hafa aðildarríkin skuldbundið sig til þess að vinna skipulega
að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum
vettvangi út gildistíma þeirra.
Fanney Karlsdóttir er sérfræðingur í forsætisráðuneytinu um inn-
leiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.