Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.2019, Qupperneq 26

Skinfaxi - 01.01.2019, Qupperneq 26
26 SKINFAXI „Það er gott að vita af skipulagi innan íþróttahreyfingarinnar sem aðildarfélögin geta unnið eftir svo að þau þurfi ekki að finna upp hjólið á hverjum stað,“ segir Lárus Páll Pálsson, fram- kvæmdastjóri Ungmennafélagsins Sindra á Höfn í Hornafirði. Hann er einn af forsvarsmönnum sambandsaðila UMFÍ sem sat vinnustofu um ofbeldi í íþróttum og viðbrögð við þeim sem haldin var í tengslum við Reykjavíkurleikana 2019. Að vinnustofunni og ráðstefnu henni tengdri komu Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR), ÍSÍ, UMFÍ, Reykjavíkurborg og mennta- og menningar- málaráðuneytið ásamt Háskólanum í Reykjavík. Håvard Ovregård, ráðgjafi norska Íþrótta- og Ólympíusam- bandsins og Íþróttasambands fatlaðra í Noregi, stýrði vinnu- stofunni sem haldin var daginn eftir ráðstefnuna. Ovregård stýrir vinnu sambandanna gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi og hefur tekið þátt í að búa til norskar leiðbeiningar gegn kyn- ferðislegri áreitni. Hann bjó nýverið til leiðbeiningar til þess að meðhöndla mál af þessum toga. Þessi sem hringt er í Lárus segir að forsvarsmenn ungmenna- og íþróttafélaga hafi ekki alltaf þá sérþekkingu sem þurfi til að taka á svo alvarlegum málum sem þessum og því sé mjög gott að hafa aðgang að fólki með sérfræðiþekkingu sem hægt sé að hafa samband við og leita upplýsinga, í staðinn fyrir að reyna að vinna úr málun- um á einhvern hátt sjálf í eigin horni. Eins og Ovregård hefur sýnt fram er farsælla fyrir alla, bæði þolendur, gerendur og félögin sjálf, að setja öll mál, sem upp koma, í vinnslu hjá aðilum sem koma að þeim utan frá, það er að segja í faglegan farveg. Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst sú að hætta er á að sá sem vinni að máli innan félags sé ekki hlutlaus. Þvert á móti og þá sérstaklega í minni samfélög- um séu líkur á að sá hinn sami tengist annaðhvort þolanda eða geranda eða báðum. Skynsamlegra sé því að senda mál út fyrir félagið og samfélagið, til einhvers sem hafi sérþekkingu til að bera, gegni stöðu sem hafi verið sett á laggirnar til að höndla mál af þessum toga og geti tekið á málum, sama hversu erfið sem þau kunni að vera. Eins og Ovregård lýsti í vinnustofunni er hann einmitt sá sem tekur við símtölum frá þeim sem stíga fram hjá íþróttafélögum og vilja segja frá brotum, hvort heldur sem brotið er á þeim sjálfum eða þeir hafa vitneskju um brot. Hann beinir svo erind- um í réttan farveg. Lárus Páll tekur undir þetta: „Það er mikilvægt að þeir sem hafa þekkinguna og reynsluna búi til formið sem félögin geta tekið upp,“ segir hann. Gott að vita hvert er hægt að leita Framkvæmdastjóra Ungmennafélagsins Sindra líkar vel skipulag Norðmanna á því þegar taka þarf á erfiðum málum sem koma upp innan félaga þar í landi. Nokkur fjöldi fulltrúa sambandsaðila UMFÍ sótti vinnustofuna með Håvard Ovregård. Þeirra á meðal var Gunnhildur Hinriksdóttir, framkvæmdastjóri Héraðssambands Þingey- inga. Hún tekur undir það með Lárusi að ekki sé nóg fyrir félög að hafa og virða siðareglur. Komi upp erfið mál, sem þurfi að rýna í, þurfi að liggja fyrir hvað eigi að gera, einhvers konar viðbragðsáætlun sem vinna á eftir. Hún velti m.a. fyrir sér hvað gerist brjóti þjálfari á iðkanda eða iðkandi á öðrum iðkanda. Slíkt geti verið flókið og við- kvæmt. Hún mælir með því að skýrar siðareglur verði færðar í samninga við þjálfara og íþróttamenn. Þá þurfi líka að tryggja að viðkomandi hafi lesið reglurnar. Lárus Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Sindra á Höfn í Hornafirði. Håvard Ovregård, ráðgjafi norska Íþrótta- og Ólympíusam- bandsins og Íþróttasambands fatlaðra í Noregi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.