Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.2019, Qupperneq 30

Skinfaxi - 01.01.2019, Qupperneq 30
30 SKINFAXI Framkvæmdastjóri Héraðssambands Snæfellss- og Hnappa- dalssýslu segir stefnt að því að halda námskeið fyrir iðk- endur og aðra íbúa á sambandssvæðinu tvisvar á ári. Aðildarfélög UMFÍ þurfa ekki að greiða fyrir námskeið á vegum Æskulýðsvettvangsins. „Við höfum verið með alls konar námskeið fyrir aðildarfélögin, starfsfólk skólanna og nemendur. Það er svo mikið af ókeypis námskeiðum í boði frá UMFÍ sem við getum nýtt okkur og boðið upp á,“ segir Laufey Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu (HSH). Í febrúar sl. bauð félagið skólastjórnendum í Snæfellsbæ, þjálf- urum og fleirum, sem vinna með börnum á sambandssvæðinu, upp á námskeiðið Verndum þau í samstarfi við UMFÍ og Æsku- lýðsvettvanginn. Á námskeiðinu fór Ólöf Ásta Farestveit, upp- eldis- og afbrotafræðingur, yfir tilkynningarskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og ungmennum, fjallaði um líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi auk vanrækslu og fræddi fund- argesti um það hvernig taka skuli á frásögnum af ofbeldi. Hún fór líka yfir reglur í samskiptum við börn og ungmenni og ýmis atriði sem gott er fyrir vinnuveitendur að hafa í huga. „Þetta var mjög þarft námskeið,“ segir Laufey. „Við lærðum margt þarflegt, þekktum ekki viðbragðsáætlun Æskulýðsvett- vangsins áður og verkferlana sem hún hefur að geyma. Ég sat námskeiðið sjálf og get nú leiðbeint fólki. Þarna er allt sem við þurfum að vita.“ Gott að nýta sér námskeiðin Laufey segir HSH hafa nýtt sér námskeiðin sem boðið er upp á í gegnum UMFÍ. Stefnan sé að hafa tvö námskeið af mismunandi toga fyrir þjálfara, starfsfólk og foreldra barna og ungmenna á svæðinu á hverju ári, eitt að vori og annað á haustin. Á meðal námskeiða sem HSH hefur boðið upp á síðasta ár: • Sundnámskeið fyrir börn og fullorðna í Ólafsvík og Stykkishólmi. • Hugarþjálfun fyrir unga íþróttamenn með íþróttasál- fræðiráðgjafanum Hreiðari Haraldssyni. Iðkendum í 5.–10. bekk var boðið á eitt námskeið og nem- endum 7.–10. bekkjar á annað. • Námskeið í Grundarfirði um einelti í samvinnu við Æskulýðsvettvanginn. Æskulýðsvettvangurinn (ÆV) er samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagins Lands- bjargar. Æskulýðsvettvangurinn hóf störf árið 2007 en var stofnaður formlega sumarið 2012. Frekari upplýsingar um Æskulýðsvettvanginn og námskeiðin, sem eru í boði fyrir sambandsaðila UMFÍ, má sjá á vefsíðunni www.aev.is. NÁMSKEIÐ SAMEINA AÐILDARFÉLÖGIN „Það er mjög gagnlegt að halda námskeið sem þessi. Þau hafa verið fyrir íbúa á öllu svæðinu, iðkendur sem aðra. Þau vekja líka athygli á HSH og aðildarfélögum þess og leiða til þess að fólk í aðildarfélögunum kynnist betur.“ Laufey segir að með tíðu námskeiðahaldi finni skipuleggjend- ur hvaða tími henti einu námskeiði og hvaða tími öðru. Ef mark- hópurinn er börn og ungmenni skilar mestum árangri að halda námskeiðið á skólatíma. Eigi að ná til foreldra sé hentugra að halda námskeiðin eftir vinnu eða á kvöldin.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.