Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.2019, Side 40

Skinfaxi - 01.01.2019, Side 40
40 SKINFAXI Hluti af skemmtilegri afþreyingu „Pannavellirnir verða hluti af skemmtilegri afþreyingu barnanna á og utan skólatíma. Þau þekkja þá frá Unglingalandsmótum UMFÍ og eru mjög spennt fyrir þeim,“ segir Erla Þórey Ólafs- dóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Vestur-Skafta- fellssýslu (USVS). Sambandið keypti tvo pannavelli. Einn völlur verður staðsett- ur við grunnskólann á Kirkjubæjarklaustri og hinn við grunn- skólann í Vík í Mýrdal. Rúmlega fimmtíu börn eru á grunnskóla- aldri á Klaustri en um fjörutíu í Vík. Erla segist spennt fyrir völlunum og hlakkar til að sjá börnin leika sér á þeim. „Þetta hentar mjög vel í litlum sveitarfélögum þar sem tveir geta leikið sér saman á litlu svæði í tiltölulega einföldum en skemmtilegum leik.“ UMFÍ bauð í lok árs 2018 sambandsaðilum UMFÍ og sveitarfélögum að sameinast um pöntun á pannavöllum, litlum fótboltavöllum sem hægt er að færa úr stað og landshorna á milli með lítilli fyrirhöfn. Kallinu var svarað og komu hvorki meira né minna en 22 pannavellir til landsins í febrúar sl. Þeim var pakkað og þeir sendir um land allt, jafnt ungum sem eldri til afnota. Börnin þekkja pannavellina frá Unglingalandsmótinu Hluti af stærra samhengi „Ég varð strax heillaður af pannavöllunum. Við ætlum að steypa undir okkar völl og setja hann á gúmmímottur. Völlurinn verður í fallegu umhverfi, grjót umhverfis hann, bekkur og fleira. Panna- völlurinn verður hér hluti af góðri aðstöðu til útivistar. Þetta verð- ur vandað,“ segir Sigmundur Þórðarson, formaður Íþróttafélags- ins Höfrungs á Þingeyri. Félagið er aðildarfélag Héraðssam- bands Vestfirðinga (HSV). Sigmundur segir pannavöllinn hluta af stærra samhengi, stóru útivistarsvæði á Þingeyri sem samanstandi af göngustígum og ýmsum áhöldum úti við sem gagnist við fjölbreytta íþróttaiðkun. „Við erum á fullu að búa til góða aðstöðu enda mikið í farvatn- inu,“ segir Sigmundur og bætir við að verið sé að búa til heil- mikið svæði, víkingasvæði, og undirbúa Íslandsmót í blaki í sum- ar og hjólahátíð auk þess sem verið er að búa til frábæra aðstöðu fyrir ferðamenn sem verður tilbúin þegar Dýrafjarðargöng opna árið 2020.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.