Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.2019, Qupperneq 42

Skinfaxi - 01.01.2019, Qupperneq 42
42 SKINFAXI HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Iðkendur eru eins og hluti af fjölskyldunni Sérfræðingar á vegum Litlu kvíðameðferðarstöðvarinnar koma einu sinni í mánuði til íþróttafélagsins Gerplu og hitta iðkendur og/eða þjálfara. Olga Bjarnadóttir framkvæmdastjóri segir sál- fræðinga afhenda verkfæri sem nýtist öllum. Íþróttafélagið Gerpla býður iðkendum í keppnisdeildum upp á aðstoð sálfræðinga einu sinni í mánuði. Þetta er tilraunaverk- efni sem hófst í janúar 2018 í samstarfi við Litlu kvíðameðferðar- stöðina og er verkefnið nú á öðru ári. Olga Bjarnadóttir, fram- kvæmdastjóri Gerplu, segir verkefnið lið í þeirri viðleitni félags- ins að styðja við iðkendur svo að þeir haldi áfram í íþróttum. Árangurinn af verkefninu var það góður að ákveðið var að halda áfram með það. „Við viljum að iðkendur upplifi það að félagið sé eins konar fjölskylda þeirra og að þeir séu hluti af fjölskyldunni, sama hvort þeir séu að keppa, sitji hjá vegna meiðsla eða annars,“ segir Olga. „Ýmislegt getur þjakað iðkendur, kvíði, mótastress, iðkendur eru að jafna sig á meiðslum og þurfa að byggja sig andlega upp og fleira. Þegar iðkendur glíma við meiðsli og geta ekki tekið þátt í æfingum með öðrum getur það valdið depurð og dregið úr áhuga þeirra á íþróttinni,“ segir Olga og bætir við að ekkert sé auðveldara að vera unglingur í dag en í gær. Margt í daglegu lífi geti valdið huglægum vandkvæðum hjá ungum iðkendum. „Margir vilja ná árangri, bæði í skóla og keppni, og leggja mikið á sig til þess. En það er erfitt og í huga sumra getur verið erfitt að takast á við það að ná árangri á ein- um vettvangi sem öðrum finnst ekki. Iðkendurnir eru allir flottir og heilbrigðir og klárir krakkar sem eru sjálfstæðir og fá þarna verkfæri til að vinna með.“ Fyrirkomulagið er með þeim hætti að deildarstjórar benda á nemendur sem þeir telja að þurfi á stuðningi að halda. Gerpla greiðir fyrir fyrsta tíma þeirra. Ef þeim finnst að það hjálpi geta þau haldið áfram á eigin kostnað. „Við bendum iðkendum sem sagt á það hvar þau geti fengið hjálp í því sem þau þurfa og komum þeim af stað á þeirri leið,“ segir Olga og bætir við að vel hafi verið tekið í framtakið. Verkfæri fyrir iðkendur og þjálfara Fyrirkomulagið er með þeim hætti að sálfræðingar Litlu kvíða- meðferðarstöðvarinnar koma einu sinni í mánuði í Gerplu í Kópavogi. Þar geta fjórir einstaklingar leitað til sérfræðinganna í hvert sinn. Iðkendur eru allt frá 12 ára aldri og upp í 25 ára. Plássin, sem bjóðast, eru yfirleitt fullnýtt. Ef þau eru það ekki geta þjálfarar nýtt tímana og fengið ráðleggingar um hvernig þeir geti náð betur til barna eða fengið önnur verkfæri í hend- urnar til að bæta vinnu sína. Er einhver fyrirmynd að þessu? Olga segir svo ekki vera. „Þetta spannst út úr því að okkur fannst íþróttafélög ekki vinna nógu vel með sálræna hlið barna og ungmenna sem koma úr meiðslum og eru meidd eða glíma við eitthvað annað bæði innan og utan vallar. Við viljum að iðkendur hafi jákvæða upplifun af íþróttafélaginu sínu og finni að þeir skipti máli þótt þeir séu ekki á gólfinu með hinum. En svo vatt þetta upp á sig og tillögur komu um að bjóða þjónustu- na þjálfurum og fleiri hjá félaginu. Foreldrar barna, sem hafa nýtt sér þetta, eru mjög jákvæð og upplifunin er góð,“ segir Olga hjá Gerplu. Olga Bjarnadóttir segir það gefa góða raun að hugsa um iðkendur eins og hluta af fjölskyldunni. Litla kvíðameðferðarstöðin (Litla KMS) er sálfræði- og ráð- gjafarþjónusta fyrir börn, unglinga og ungmenni. Þar starfa sérfræðingar á sviði kvíðaraskana og sinna áráttu og þrá- hyggju og áföllum, meðferð við þunglyndi og öðrum tilfinn- ingavanda, svo sem reiði, afbrýðisemi, skömm og sektar- kennd en líka er unnið með tengd vandamál sem snúa að velferð barna, svo sem svefnvanda, lágt sjálfsmat, tölvufíkn, sjálfsskaða, einelti og afleiðingar skilnaða eða andlát/áföll.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.