Skinfaxi - 01.01.2021, Blaðsíða 6
6 S K I N FA X I
Skinfaxi 1. tbl. 2021
Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags Íslands
(UMFÍ), hefur komið út samfleytt síðan
árið 1909. Tímaritið dregur nafn sitt af
hestinum fljúgandi sem dró vagn goð-
sagnaverunnar Dags er ók um himin-
hvolfið í norrænum sagnaheimi.
R I TST J Ó R I
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson.
Á BY R GÐA R M A Ð U R
Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ.
R I T N E F N D
Gunnar Gunnarsson, formaður, Annas
Jón Sigmundsson, Eiður Andri Guðlaugs-
son, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Sigurð-
ur Óskar Jónsson og Soffía Meldal.
P R E N T U N
Prentmet Oddi.
L J ÓS MY N D I R
Ívar Sæland, Eyþór Árnason, Gunnar
Gunnarsson, Hafsteinn Snær Þorsteins-
son, Haraldur Jónasson,Jón Aðalsteinn
Bergsveinsson, Oscar Rybinski, Sabína
Steinunn Halldórsdóttir, Ágúst Atlason,
Hanna Símonardóttir o.fl.
UM BR OT O G H Ö N N U N
Indígó.
P R Ó FA R KA L E ST U R
Helgi Magnússon.
AU GLÝS I N GA R
Styrksöfnun.
FO R S Í Ð UMY N D
Myndina tók Haraldur Jónasson af
kátum nemendum í Ungmennabúðum
UMFÍ á Laugarvatni.
ST J Ó R N UM F Í
Haukur Valtýsson, formaður, Jóhann
Steinar Ingimundarson, varaformaður,
Sigurður Óskar Jónsson, ritari, Guðmund-
ur G.Sigurbergsson, gjaldkeri, Ragnheið-
ur Högnadóttir, meðstjórnandi, Gunnar
Gunnarsson, meðstjórnandi, og Gunnar
Þór Gestsson, meðstjórnandi.
VA R AST J Ó R N UM F Í
Hallbera Eiríksdóttir, Lárus B. Lárusson,
Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir og Gissur
Jónsson.
UM F Í
Ungmennafélag Íslands, landssamband
ungmennafélaga á Íslandi, var stofnað á
Þingvöllum 2. ágúst 1907. Sambands-
aðilar UMFÍ eru 28 talsins sem skiptast
í 21 íþróttahérað og 7 ungmennafélög
með beina aðild. Alls eru um 450 félög
innan UMFÍ með rúmlega 270 þúsund
félagsmenn.
STA R FS FÓ L K UM F Í
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda-
stjóri, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson,
kynningarfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa,
Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og
framkvæmdastjóri Landsmóta (með
aðsetur á Sauðárkróki), Ragnheiður
Sigurðardóttir, landsfulltrúi og verkefna-
stjóri, Sigurður Guðmundsson lands-
fulltrúi með aðsetur í Borgarnesi og
Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari.
Starfsfólk í Ungmennabúðum á Laugar-
vatni: Jörgen Nilsson, starfandi forstöðu-
maður, Anna Margrét Tómasdóttir,
Þorsteinn Hauksson og Soffía Margrét
Sigurbjörnsdóttir.
SKRIFSTOFA UMFÍ/SKINFAXA
Þjónustumiðstöð UMFÍ,
Sigtúni 42, 105 Reykjavík
sími: 568 2929
umfi@umfi.is - www.umfi.is
Knattspyrnufélag Ungmennafélagsins Reynis á
Hellissandi ætlaði að vígja heimavöll liðsins fyrir
27 árum. Það tókst ekki. Sonur þjálfara liðsins vakti
liðið til lífsins á ný fyrir skömmu og blés til sóknar.
Æfingar liðsins þykja stórskemmtilegar enda eru
iðkendur frá 14 ára aldri og upp að sextugu.
„Þetta var draumur sem rættist loksins, bæði fyrir mig og heimamenn.
Við stóðum okkur öll vel,“ segir Kári Viðarsson, þjálfari og liðsmaður
knattspyrnuliðs Ungmennafélagsins Reynis á Hellissandi. Liðið fékk
Aftureldingu í heimsókn í lok apríl. Nær allar sóknir voru skrifaðar á
Aftureldingu sem sóttu hart að marki heimamanna. En liðsmenn Reynis
vörðust vel og munaði litlu að leikurinn hefði endað með jafntefli.
„Við fengum á okkur eitt mark úr víti og svo hefðum við ekki átt að fá
á okkur síðasta markið. En við höfðum æft lítið og vorum orðnir þreyttir
undir lokin,“ segir Kári. Leikurinn var æsispennandi og brutust út heil-
mikil fagnaðarlæti þegar markvörður Reynis varði fimlega eina af víta-
spyrnum Aftureldingar. Leikurinn endaði 2-0.
Kári segir íbúa á Hellissandi ánægða þrátt fyrir tapið. Ánægjan skýr-
ist af því að með leiknum rættust draumar margra leikmanna á Hellis-
sandi og heimamanna reyndar allra sem horfðu þarna á fyrsta leik knatt-
spyrnuliðsins á velli sem til stóð að vígja með heimaleik fyrir 27 árum.
Ekkert varð af leiknum fyrr en nú.
Hæstánægðir þrátt fyrir tap á heimavelli
Langur aðdragandi
Kári segir ástæðuna fyrir ánægju heimamanna á Hellissandi eiga sér
langa sögu.
„Pabbi minn var formaður Ungmennafélagsins Reynis og átti frum-
kvæðið að því að gera grasvöll á Hellissandi fyrir 27 árum. Tveimur ár-
um síðar setti hann saman lið til að vígja völlinn með leik og var hann
þjálfari liðsins. En það klikkaði. Hann skráði liðið í bikarkeppnina, fékk
útileik á móti Golfklúbbi Grindavíkur. Við töpuðum 10-0 í Grindavík
og draumurinn var úti,“ segir Kári. Þessi eini leikur, sem skráður hafði
verið á Ungmennafélagið Reyni á Hellissandi hjá KSÍ, hefur setið í þeim
feðgum alla tíð.
Kári safnaði því í lið um mitt ár 2020. Það gekk vel því að mikill áhugi
var á knattspyrnu þótt aðeins tveir æfðu reglulega á Hellissandi. Upp-
gangurinn hefur verið mikill enda vildu allir vera með í vígsluleik vallar-
ins.
„Núna erum við með 30 manna hóp, lið frá 14 ára til sextugs. Allir
eru velkomnir enda mikill ungmennafélagsandi í liðinu. Það er auðvitað
mikill fótboltaáhugi hér á Snæfellsnesi og Víkingur í Ólafsvík í meistara-
flokki. En þar geta aðeins reynsluboltar æft og aðrir heltast úr lestinni.
Þegar fréttist að við værum að safna í lið og að það væri gaman komu
þeir til baka, ungu gauranir, og líka þriggja barna feðurnir,“ segir Kári.
Heimildarmynd í fullri lengd um leikinn hefur verið í vinnslu frá í fyrra.
Hann var því myndaður í bak og fyrir en stefnt er að frumsýna myndina
á næsta ári.