Skinfaxi - 01.01.2021, Blaðsíða 38
38 S K I N FA X I
UMFÍ berast öðru hverju vangaveltur frá stjórnendum,
sjálfboðaliðum og iðkendum íþróttafélaga þar sem
spurt er hvað sé leyfilegt, svo sem í tengslum við núgild-
andi reglur um persónuvernd.
Spurt er:
Má birta gamlar myndir af þátttakendum á löngu liðnum viðburðum
íþróttafélags á heimasíðu, Facebook, Instagram-reikningi og öðrum
samfélagsmiðlum viðkomandi félags? Er slíkt leyfilegt eða eru ein-
hverjar lagalegar kvaðir á slíkum birtingum?
Svar Persónuverndar:
Öll vinnsla persónuupplýsinga, m.a. birting, þarf að byggjast á heimild
í persónuverndarlögum, en nánari upplýsingar um vinnsluheimildir er
að finna á vef Persónuverndar. Markmið laga um persónuvernd er að
stuðla að því að með persónuupplýsingar sé farið í samræmi við grund-
vallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs.
Almennt má segja að hægt sé að skipta birtingu myndefnis í tvo
flokka. Annars vegar birtingu þjóðlífs- og hversdagsmynda, með
almenna skírskotun, til dæmis af opinberum hátíðarhöldum eða af
hópi áhorfenda á íþróttaleik, og hins vegar birtingu mynda þar sem
einstaklingurinn er aðalmyndefnið. Í fyrra tilvikinu er litið svo á að ekki
þurfi endilega samþykki viðkomandi einstaklinga fyrir myndbirting-
unni en það sé alla jafna skilyrði í síðara tilvikinu, þegar þeir eru aðal-
efni myndarinnar. Svigrúm til birtingar á myndefni þrengist síðan til
muna ef um er að ræða birtingu sem sýnir aðstæður sem geta talist
með einhverjum hætti viðkvæmar eða ef birtingin getur talist meið-
andi. Á það við hvort heldur sem um ræðir fyrrnefndar myndir með
almenna skírskotun eða myndir af tilteknum einstaklingum.
Ábyrgðaraðili vinnslu, þ.e. sá sem vinnur með persónuupplýsingar
(hér íþróttafélagið), metur hvort birting byggir á lögmætum hagsmun-
um, samþykki eða öðrum heimildum og skilyrðum sem persónu-
verndarlögin setja og ber ábyrgð á því að vinnslan samrýmist kröfum
persónuverndarlaga.
Einnig ber ábyrgðaraðila að tryggja öryggi þeirra persónuupplýs-
inga sem hann vinnur með.
Hafa ber í huga að öryggi mynda á Netinu, þar með talið á samfélags-
miðlum, verður aldrei fulltryggt. Sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að
myndum eða umfjöllun verði dreift, jafnvel af lokuðum síðum. Þess
utan er ávallt verið að deila efninu með þeim miðli sem upplýsingarn-
ar eru birtar á. Þeir sem nota samfélagsmiðla og smáforrit hafa því
sjaldnast fulla stjórn á því efni sem þar er sett inn. Facebook vinnur
t.a.m. með persónuupplýsingar og hefur Persónuvernd bent á að
heppilegra kunni að vera að nota frekar vefsíður sem vistaðar eru á
EES-svæðinu.
Þá skal þess getið að einstaklingar eiga í ákveðnum tilvikum rétt á
að ábyrgðaraðili eyði persónuupplýsingum er hann varða án ótilhlýði-
legrar tafar. Frekari upplýsingar um rétt einstaklinga til leiðréttingar og
eyðingar persónuupplýsinga er að finna á vef Persónuverndar.
Loks er bent á að þeir sem málið varðar og telja umrædda vinnslu
íþróttafélagsins ekki samrýmast lögum um persónuvernd og vinnslu
persónuupplýsinga geta sent Persónuvernd formlega kvörtun.
Má birta gömlu
myndirnar?
Tekið skal fram að í svari
við almennri fyrirspurn
tekur Persónuvernd ekki
bindandi afstöðu til þess
hvort farið hafi verið að
lögum í tilteknu tilviki.
Óskir þú frekari upplýs-
inga er velkomið að hafa
samband aftur, en síma-
tími lögfræðinga er á
þriðjudögum og fimmtu-
dögum milli kl. 10–12.
Nánari fræðsla um
meðferð persónu-
upplýsinga á sam-
félagsmiðlum.
Ítarlegar upplýsing-
ar Persónuverndar
um myndbirtingar á
netinu.
Ítarlegar upplýsing-
ar um vinnsluheim-
ildir á vef Persónu-
verndar.